föstudagur, janúar 27, 2006

Ferdafelagar

Ju, thad er vist e-d folk herna sem er alltaf i kringum mig hvert sem eg fer. Kallast vist ferdafelagar, haha.
Vid erum 9 i hopnum med Kieran guidinum/trukkdrivernum.

Sit herna a internetstad i Sao Luis med Anne. Hun er 31 ars logreglukona fra London, spilar tennis og er algjor sportsfrik. Hun talar hratt og mikid, Londonardialekt sem eg er bara ordin mjog god i ad skilja. Var buin ad vera i 6 vikna ferd um Peru og Equador adur en thessi ferd byrjadi. Er buin ad komast ad thvi ad svona ferd a ekki vid hana, hatar t.d. ad tjalda og leitar ad godu kaffihusi med alvoru cappucino i ollum borgum sem vid stoppum i. Bidur eftir thvi ad komast til Rio thar sem kaerastinn hennar aetlar ad hitta hana. Sumir i hopnum, serstaklega Lou, lata thad fara i taugarnar a ser ad hun a thad til ad kvarta mikid.
Lou byr lika i London en kemur fra Birmingham. Hun er 28 ara, liffraedingur og vinnur svona CSI vinnu eda lab-vinnu i tengslum vid mord o.th.h. For La Paz- Quito ferdina i fyrrasumar og var buin ad vera med Kieran i Venesuela i 3 vikur adur en ferdin byrjadi. Vid erum eldhus partnerar og saum thad eftir pylsurnar sem vid steiktum i gaerkvoldid ad vid aettum ad halda okkur vid einfaldari hluti eins og pasta og graenmeti en lata kjotretti eiga sig.
Regan er enn einn furdufuglinn, 25 ara vinnur vid tolvur. Hann er astrali en faeddur og uppalinn i Sudur Afriku, buinn ad vera i London ad vinna i e-a manudi adur en hann kom hingad. Finnst mjog gaman ad tala vid folk, var t.d. ordinn besti vinur alls lokalfolksins sem var a Amazonbatnum um daginn. Held ad thad se takmark hja honum ad eignast kaerustu i hverri hofn, se samt ekki ad thad se ad virka 100%. Er med meira af kosmetic-doti med ser en vid stelpurnar. Spyr lika svakalega mikid og sumum finnst malaedid i honum stundum keyra um thverbak. Allan daesir oft yfir honum og ser fram a erfidar 20 vikur til vidbotar thvi their halda afram ad ferdast saman eftir ad thessi hluti er buinn.
Allan er 28 ara, byggingataeknifraedingur fra Skotlandi og talar nokkurn veginn eins og Taggart. Hann minnir mig svolitid a Frikka i utliti. Hefur adur farid i svipada ferd um Afriku. Er frekar rolegur en hefur kaldhaedinn humor. Er ordinn leidur a ad eiga lagvaxnar kaerustur og litur ekki a neitt undir 6 feets!
Shaun er 34 og elstur i hopnum, er e-d sem heiti furnish teknician (e-r idngrein) Hann er fra astraliu, e-s stadar nalaegt Perth, alveg daemigerdur astrali. Finnst vist skemmtilegast ad kafa og er med biladellu. Er buinn ad vera ad ferdast i e-a manudi, i gegnum asiu og Evropu adur en hann kom hingad. Var i somu ferd um Peru og Equador og Anne. Fer fra Rio til Afriku og verdur thar i e-a manudi. Held ad hann verdi buinn ad vera a ferdinni i hatt i 2 ar adur en yfir lykur.
Claire er ad verda 30. Fra London og vinnur i tengslum vid verdbrefakaup/solur. Hun var lika med Anne og Shaun i Peruferdinni adur en thessi ferd byrjadi. Er gellan i hopnum, oftast voda fin i pilsum og kjolum. Kom m.a. med slettujarn med ser. Hefur skodanir a flestum hlutum, Anne er reyndar thannig lika svo thaer eru oft ad thraeta thvi badar vilja eiga sidasta ordid.
Jakie er 21 ars, barnid i hopnum. Hun er fra London, eins og svo margir adrir i thessum hop. Var ad klara gradu i salfraedi i fyrravor og fer ad leita ser ad vinnu thegar hun fer heim. Er ekta ensk, svona stereotypa af enskri stelpu. Var i 10 vikur i Afriku adur en hun kom hingad i sjalfbodavinnu og ad ferdast.
Kieran er irskur, en faeddist vist i Englandi og a enska foreldra. Hann verdur 33 ara eftir nokkra daga. Hefur verid i svona overland ferdum i yfir 10 ar, baedi her, i afriku og midausturlondum. For i fyrra med hop til Iraks, thad var samt ekki i ferdalysingunni og e-r kvartadi th.a. ad hann vard af 4 manada launum! Segir ad thad se ekki til sa reykingamadur sem se meira a moti reykingum en hann. Thad ma helst finna hann a borum a theim stodum sem vid stoppum. Hljomar eins og hann se frekar abyrgdarlaus en thad er alls ekki raunin, hann veit alveg hvad hann er ad gera.

Kieran verdur afram tourguide i naestu ferd hja mer. Lou er ad spa i ad fara i tha ferd lika, fer eftir hvor vinkona hennar fra Englandi kemur og verdur med. Annars verdur naesti hopur eftir Rio alveg nytt folk.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Manaus-Amason

Keyrdum yfir til Brasilu 13.jan, var tha buin ad vera i Venesuela i akkurat manud.
I Manaus byrjudum vid a ad fara i 3. daga frumskogarferd. Leidsogumadurinn okkar, Rocky, taladi haegt og lengi, var svolitid eins og fieldtrip i grunnskola th.a. sumir, adallega Regan, voru half sofandi mest allan timann. Forum med bat og byrjudum a ad sja hvar arnar Rio Negro og Rio Solimoes maetast og verda ad Amasonanni, skilin eru alveg greinileg, dokkt vatn i Negro og leirbrunt i Solimoes.
Lentum i tvulikri rigningu a leidinni, var bara eins og islenskt slagvedur nema miklu meira urfelli, oldugangur a anni og allt. Vonir minar um ad vera a thurrum skom fuku thvi ut i vedur og vind a fyrsta degi. Vid heimsottum native folk, sem er blandad indjana og hvitt folk, alvoru indjanar sjast vist sjaldan vilja ekkert af nutimanum vita. Thetta folk bjo i kofaskrifli med avaxtatre, haensni og drullusvadi i kring. Gistum hja theim eina nott i hengirumum, kann enn betur ad meta ibudina mina eftir ad hafa sed hvernig thau bua. Voknudum vid hanagal eldsnemma. Thetta er ekki i fyrsta skipti, thad virdist vinsaelt ad vera med hana i ut um allt og eg hef nu thegar lagt aevilangt hatur a thessi kvikindi. Fekk samt besta ananas sem eg hef smakkad tharna.
Naestu nott gistum vid i skylum inn i skoginum og daginn eftir forum vid um gonguferd um skoginn thar sem Rocky var adallega ad syna okkur hinar mismunandi trjategundir og segja okkur hvad indjanarnir nota thaer i, lyf og thess hattar. Hann let okkur svo villast, viss um ad thad var viljandi, og ytti svo vid byflugnabui tha ad vid thurftum ad hlaupa flugurnar af okkur, mer tokst ad stiga i holu og detta kylliflot i ollum hamaganginum.
Thad merkilega vid thessa ferd var hvad madur sa litid af dyrum, grunadi reyndar ad thad yrdi svona. Fyrir utan eitt letidyr, sem var highlightid i ferdinni, einn kvakandi frosk og nokkur skordyr virtist skogurinn vera tomur. Ekki eins storkostlegt og eg hafdi vonad. Fer i adra frumskogarferd seinna, hun verdur kannski betri.

Manaus var skemmtileg borg, hotelid okkar nanast vid hlidina a operuhusinu og torgid tharna minnti Anne a Covent Garden. Vid forum eitt kvold i operuna ad sja konsert sem var upplifelsi. Annars var eg adallega ad skoda i budum og fa utras fyrir kaupaedi, keypti pils, buxur og boli, er strax ordin hundleid a thessum fau druslum sem eg tok med mer. Eftir leidinlegan morgun sem for i ad labba a milli banka t.a. taka ut peninga a visakortid, sem b.t.w. tokst ekki, fannst mer eg eiga allt thad besta skilid og endadi daginn a fotsnyrtingu og klippingu. Thessir dagar i Manaus foru thvi adallega i dekur, fara a kaffihus og gera fleira svona normal stuff.

Seinustu 5 daga hofum vid verid fost a ferju milli Manaus og Belem. Thid vitid hvernig svona 5 stjornu luxus cruise skip lita ut, med fancy kaetum, skemmtistodum, spilavitum, sundlaugum og alls konar skemmtilegum hlutum. Imyndid ykkur andstaeduna vid svona luxus skip og thid faid ut dallinn sem eg var a. Kannski svolitid ykt en klosetin voru svo ogedsleg ad thad liggur vid ad eg thurfi afallahjalp t.a. jafna mig a thessu, svo var allt of mikid af folki og sami subbulegi maturinn alla dagana. Vid svafum i hengirumum eins og sardinur i dos. Dagarnir lidu tho hradar en eg bjost vid, var bara i letikasti, svaf og las. Seinustu nottina gat eg ekkert sofid thvi thad var svo hvasst og hengirumid sveifladist endalaust. En thetta er svo sem reynsla, svona eftir a, og thad goda vid batinn er ad eg var ekkert bitin af moskito.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Mountain Roraima

Vid vorum 6 ur hopnum sem forum i thessa 6 daga ferd til Roraima. Logdum af stad um kl 8 ad kvoldi. Byrjudum a ad taka rutu fra Ciudad Bolivar til Santa Elena. Thessi rutu ferd tok nokkur ar af aevi minni, er alveg orugglega komin med varanlega heilaskemmd af kolmonoxideitruninni sem eg fekk, sat aftast i bilnum og andadi ad mer pustinu thar. Tvisvar um nottina var stoppad svo herinn gaeti farid i gegnum dotid hja ollum. Thurftum tha ad fara ut og syna theim bakpokana og vegabref. E-n tima um morguninn var skipt um rutu, thar fekk eg saeti vid hlidina a e-m midur gedslegum karli sem var kvefadur og endalaust ad skyrpa ut um gluggann. Komum til St. Elena um 11.30 th.a. ferdalagid thangad var hatt i 16 timar!

Hittum Alexander tourguidinn okkar og keyrdum strax thangad sem gonguferdin atti ad byrja. Thad var skyjad og rigning, fannst eg naestum vera komin heim. Stadurinn var eitt drullusvad. Lobbudum fyrsta daginn ad basecampi 1, i rigningu og drullu, fjallid sast ekki ut af thoku. Skornir urdu gegnum blautir a fyrsta degi og their thornudu ekki eftir thad. Fyrir utan allt drullusvadid og rigninguna var svo sem ekkert erfitt ad labba. Vid barum dagpokana okkar sjalf en hofdum portera sem voru med tjold og mat, their asamt Alex sau um ad tjalda og elda ofan i okkur. Porterarnir tjoldudu i drullusvadi vid basecamp 1 og thar svafum vid fyrstu nottina.
Annar dagurinn var adeins erfidari, byrjudum a ad synda yfir a, thad tok langan tima ad ferja allt dotid yfir i plastpokum. A medan beid eg a naerfotunum vid arbakkann og var etin lifandi af moskito og fjarskyldum illgjornum aettingjum theirra sem kallast sandflugur. Vorum ad labba upp hlidar thennan dag, thad var vist skogur tharna fyrir langa longu en indjanarnir bunir ad brenna hann allan. Enn skyjad og ekkert sast i fjallid. Eg akvad ad halda i vid Shaun og Allan sem eru fljotastir ad labba og ekkert mikid fyrir ad stoppa lengi, var nokkud viss um ad vid myndum enda hja gudi ef thessi "uppganga" heldi afram mikid lengur. Komumst loks ad basecampi 2 sem var annad drullusvad.
Thridja daginn komst eg ad thvi ad dagur 2 var kokusneid. Thad kom sma solarglaeta um morguninn thegar vid voknudum og eg sa ad vid vorum nanast upp vid fjallid en svo vard skyjad aftur. Fjallid er mjog bratt, klifradi upp grjot og drullu endalaust, ad mer fannst. Urd og grjot upp i mot ekkert nema urd og grjot, klifa skridur, skrida kletta! A timabili var eg sannfaerd um ad eg vaeri komin til helvitis og myndi eyda eilifdinni i ad klifra upp e-a djo... grjothnullunga.
Thad merkilega gerdist ad thegar eg loksins komst alla leid upp gleymdist erfidid um leid. Thvilikur stadur, ekki skrytid ad thetta er einn af uppahalds stodunum hans D. Attenborough. Blasti vid svartar klappir med grodri og myrum a milli, alls konar klettamyndir, grettistok, furdulegar plontur, saetir litlir svartir froskar. Otrulegt umhverfi, grjotid tharna a ad vera eitt thad elsta i heiminum.
Var ekki threyttari en svo ad fyrsta daginn roltum vid nokkur upp a haesta punktinn, um 2700m. Thad var tho of skyjad t.a. madur saei utsynid fra fjallinu.
Thad var tjaldad i tvaer naetur undir klettasyllu, tjaldi okkar Jakie var i halla th.a. eg vaknadi nokkrum sinnum a nottunni t.a. skryda upp dynuna.
Gengum um fjallid daginn eftir, saum kristalla sem eru tharna, plontur sem borda skordyr, natturulega kalda "heita potta" svo e-d se nefnt. Fannst samt allir thessir furdulegu klettar merkilegastir.
Thad var ekki audvelt ad klongrast nidur, hugsunin um hvad thad vaeri 1000 erfidara ad klifra upp helt manni vid efnid. Rett adur en vid komum aftur ad basecampi 2 kom urhelli, filadi mig eins og i e-i ameriskri stridsmynd um Vietnam thar sem eg od drullu, rennandi blaut med pokann a bakinu. Heldum afram ad basecampi 1, vedrid for batnadi og jordin thornandi. Gatum nanast stokkid yfir ana sem vid thurftum ad synda yfir 3 dogum fyrr. Gistum i basecampi 1 seinustu nottina og seinasti dagurinn for i ad labba aftur ad upphafsstadnum i sol og blidu, Roraima blasti vid thegar thad rigndi ekki.
6 nottina gistum vid a hosteli i St. Elena. Besta sturta sem eg hef farid i, var meira segja heit um morguninn, hef ekki farid i heita sturtu sidan i Caracas.

Thetta var frabaer ferd. Mikid afrek fyrir mig, ekki bara af thvi ad thad reyndi a ad labba thetta, thad er lika afrek ad hafa komist af an thess ad thvo a ser harid og verid i sama ogedslega drullugallanum i 6 daga! Their sem hafa thurft ad klaeda sig i blauta, ogedslega,, illathefjandi sokka og sko 5 morgna i rod vita ad thad er nanast oyfirstiganlegt.

föstudagur, janúar 06, 2006

Ciudad Bolivar

Gledilegt nytt ar!
Enn allt gott ad fretta fra sudur amerikunni. Vid vorum i Playa Colorada, smabaer vid Karabiska hafid fram a nyarsdag. Thad vard ekkert ur kofuninni thar thvi midur en kajak ferdin var mjog skemmtileg. Mer tokst reyndar ad verda sjoveik og solbrenna a vorunum, vissi ekki ad thad vaeri haegt! Thar sem vid satum i makindum a "eydieyjunni" sem vid gistum a kom mannvera allt i einu stokkvandi ur skoginum. Thad kom i ljos seinna ad thetta var svisslendingur sem var buinn ad vera tharna einn i tjaldi i 3 daga, honum hafdi tekist ad reita eitt stk. byflugnabu til reidi og var a harda hlaupum undan theim, haha.
Keyrdum sudur a nyarsdag til Ciudad Bolivar sem er borg vid Orinoco ana. Thar hofum vid gist a tjaldstaedi sem er i Thjodverja. Virdist sem mikid af ferdamannaidnadinum sem rekin af utlendingum. A thessu tjaldstaedi er eg buin ad eignast 3 vini. Einn storan graenan pafagauk, einn Tukan fugl, sem er solginn i kaffi, og einn frekan apakott sem skefur hvita kremid af oreokexinu en bordar ekki sjalft kexid.
Forum i 3 daga ferd til Canaima thjodgardarins sem er i Gran Sabana. Flugum thangad fra C. Bolivar og forum i batsferd til Angel Falls. Fyrir tha sem ekki vita tha er thetta haesti foss i heiminum, ca km. langur. Stadurinn var algjort aedi, virkilega falleg nattura. Skodudum tvo adra fossa og lobbudum bak vid bada. Algjor paradis thessi stadur. Krakkarnir voru alveg ad tapa ser yfir einum turistanum, e-r svaka gella sem var med poddle hundinn sinn med ser, bar hann ut um allt, m.a. settur i plastpoka svo hann gaeti komid med undir fossana, var orugglega med eigid hengirum thar sem vid gistum. Frekar fyndid.
I kvold leggjum vid af stad i 6 daga ferd thar sem aetlunin er ad ganga upp a mountain Roraima. Thad er eitt af morgum "Tapuis" eda Tablemountains i Gran Sabana. Thetta eru hair klettar, flatir ad ofan og dyra+plontu teg. thar einstakar. Heyrid meira af thvi seinna.

Verd ad hryggja suma (tha a eg vid Valdisi :OD) a ad eg hef enn ekki ordid veik af matnum og borda samt flest sem fyrir mig er lagt. Nokkrir i hopnum hafa ordid slappir, ekkert alvarlegt tho.