miðvikudagur, janúar 18, 2006

Mountain Roraima

Vid vorum 6 ur hopnum sem forum i thessa 6 daga ferd til Roraima. Logdum af stad um kl 8 ad kvoldi. Byrjudum a ad taka rutu fra Ciudad Bolivar til Santa Elena. Thessi rutu ferd tok nokkur ar af aevi minni, er alveg orugglega komin med varanlega heilaskemmd af kolmonoxideitruninni sem eg fekk, sat aftast i bilnum og andadi ad mer pustinu thar. Tvisvar um nottina var stoppad svo herinn gaeti farid i gegnum dotid hja ollum. Thurftum tha ad fara ut og syna theim bakpokana og vegabref. E-n tima um morguninn var skipt um rutu, thar fekk eg saeti vid hlidina a e-m midur gedslegum karli sem var kvefadur og endalaust ad skyrpa ut um gluggann. Komum til St. Elena um 11.30 th.a. ferdalagid thangad var hatt i 16 timar!

Hittum Alexander tourguidinn okkar og keyrdum strax thangad sem gonguferdin atti ad byrja. Thad var skyjad og rigning, fannst eg naestum vera komin heim. Stadurinn var eitt drullusvad. Lobbudum fyrsta daginn ad basecampi 1, i rigningu og drullu, fjallid sast ekki ut af thoku. Skornir urdu gegnum blautir a fyrsta degi og their thornudu ekki eftir thad. Fyrir utan allt drullusvadid og rigninguna var svo sem ekkert erfitt ad labba. Vid barum dagpokana okkar sjalf en hofdum portera sem voru med tjold og mat, their asamt Alex sau um ad tjalda og elda ofan i okkur. Porterarnir tjoldudu i drullusvadi vid basecamp 1 og thar svafum vid fyrstu nottina.
Annar dagurinn var adeins erfidari, byrjudum a ad synda yfir a, thad tok langan tima ad ferja allt dotid yfir i plastpokum. A medan beid eg a naerfotunum vid arbakkann og var etin lifandi af moskito og fjarskyldum illgjornum aettingjum theirra sem kallast sandflugur. Vorum ad labba upp hlidar thennan dag, thad var vist skogur tharna fyrir langa longu en indjanarnir bunir ad brenna hann allan. Enn skyjad og ekkert sast i fjallid. Eg akvad ad halda i vid Shaun og Allan sem eru fljotastir ad labba og ekkert mikid fyrir ad stoppa lengi, var nokkud viss um ad vid myndum enda hja gudi ef thessi "uppganga" heldi afram mikid lengur. Komumst loks ad basecampi 2 sem var annad drullusvad.
Thridja daginn komst eg ad thvi ad dagur 2 var kokusneid. Thad kom sma solarglaeta um morguninn thegar vid voknudum og eg sa ad vid vorum nanast upp vid fjallid en svo vard skyjad aftur. Fjallid er mjog bratt, klifradi upp grjot og drullu endalaust, ad mer fannst. Urd og grjot upp i mot ekkert nema urd og grjot, klifa skridur, skrida kletta! A timabili var eg sannfaerd um ad eg vaeri komin til helvitis og myndi eyda eilifdinni i ad klifra upp e-a djo... grjothnullunga.
Thad merkilega gerdist ad thegar eg loksins komst alla leid upp gleymdist erfidid um leid. Thvilikur stadur, ekki skrytid ad thetta er einn af uppahalds stodunum hans D. Attenborough. Blasti vid svartar klappir med grodri og myrum a milli, alls konar klettamyndir, grettistok, furdulegar plontur, saetir litlir svartir froskar. Otrulegt umhverfi, grjotid tharna a ad vera eitt thad elsta i heiminum.
Var ekki threyttari en svo ad fyrsta daginn roltum vid nokkur upp a haesta punktinn, um 2700m. Thad var tho of skyjad t.a. madur saei utsynid fra fjallinu.
Thad var tjaldad i tvaer naetur undir klettasyllu, tjaldi okkar Jakie var i halla th.a. eg vaknadi nokkrum sinnum a nottunni t.a. skryda upp dynuna.
Gengum um fjallid daginn eftir, saum kristalla sem eru tharna, plontur sem borda skordyr, natturulega kalda "heita potta" svo e-d se nefnt. Fannst samt allir thessir furdulegu klettar merkilegastir.
Thad var ekki audvelt ad klongrast nidur, hugsunin um hvad thad vaeri 1000 erfidara ad klifra upp helt manni vid efnid. Rett adur en vid komum aftur ad basecampi 2 kom urhelli, filadi mig eins og i e-i ameriskri stridsmynd um Vietnam thar sem eg od drullu, rennandi blaut med pokann a bakinu. Heldum afram ad basecampi 1, vedrid for batnadi og jordin thornandi. Gatum nanast stokkid yfir ana sem vid thurftum ad synda yfir 3 dogum fyrr. Gistum i basecampi 1 seinustu nottina og seinasti dagurinn for i ad labba aftur ad upphafsstadnum i sol og blidu, Roraima blasti vid thegar thad rigndi ekki.
6 nottina gistum vid a hosteli i St. Elena. Besta sturta sem eg hef farid i, var meira segja heit um morguninn, hef ekki farid i heita sturtu sidan i Caracas.

Thetta var frabaer ferd. Mikid afrek fyrir mig, ekki bara af thvi ad thad reyndi a ad labba thetta, thad er lika afrek ad hafa komist af an thess ad thvo a ser harid og verid i sama ogedslega drullugallanum i 6 daga! Their sem hafa thurft ad klaeda sig i blauta, ogedslega,, illathefjandi sokka og sko 5 morgna i rod vita ad thad er nanast oyfirstiganlegt.

12 Comments:

At 21:06, Anonymous Nafnlaus said...

jæja Thelma mín svona er lífið þegar maður er ferðalangur á framandi slóðum Þetta er örugglega mjög skemmtilegt eftirá þ.e.a.s.ef flugukvikindin hafa ekki nagað þig til óbóta Við sáum videomynd af ferðahóp ganga á fjallið Roraima en það var í fínu veðri og það var svo flott Við vorum í huganum að klifra með þér þarna upp
Vonandi geturðu hvílt þig vel fyrir næsta áfanga.
Hlökkum til að sjá næsta blogg
Farðu varlega og vel með þig
kv ma&pa
p.s. takk fyrir smsið

 
At 08:42, Anonymous Nafnlaus said...

Omg þvílíkt ævintýri. Mér finnst þú bara hetja. Efast um að ég hefði meikað þetta að vaða drullu í grenjandi rigningu. Rigning ekki alveg uppáhaldsveðrið mitt. Annars erum við nú búin að vera vaða snjó hér síðustu dagana. Mér finnst það bara æði. Sonna mikill snjór minnir mann alltaf á það þegar mar var krakki að leika sér. Sá samt enga snjókalla - eru krakkar hættir að kunna að búa þá til eða...
Jæja nú er mín bara orðinn viðskiptafræðingur með vinnutilboð uppá arminn. Er ekki búin að samþykkja - fékk smá umhugsunarfrest. En ef ég ákveð að slá til þá er ég bara byrjuð að vinna eftir helgi ;)))
hlakka til að heyra frá þér og farðu varlega dúllan mín
kv. Kristín

 
At 09:21, Anonymous Nafnlaus said...

Svarthvíta (blauta og skítuga) HETJAN mín !
Geðveikt afrek hjá þér sé ég.
(Svo ekki sé minnst á að þú hafir lifað það af að fara ekki í sturtu í heila fimm daga !!! Þú átt bara eftir að kunna betur að meta sturtur héðan í frá hehe)

Það hefur nú verið sögulegt fyrir þig að komast á stað þar sem Dabbi Aftansþorp (David Attenborough) hefur komið á, tókstu ekki mynd af þér í blárri skyrtu í stellingunum hans ?
Er að skoða mynd af fjallinu og VÁ ! ég verð lofthrædd bara við að horfa á þetta í tölvunni.
Það er svona upplifanir sem maður man alla ævi !
Ertu ekki búin að taka fullt af myndum ?
kemstu ekkert í að senda manni ?
maður er orðin svo forvitinn að sjá allt saman ;)

Vá ekkert smá Thelmuleg tónlist á VH1 akkúrat núna, Woohaaa með Busta Rymes... held ég.. ) allavega minnir mig á þig ;)
Jæja vona að þú hafir það nú gott..
hvað tekur svo við núna ?

Lítið að frétta héðan annars..
Þú kíkir bara á bloggið til að heyra það nýjasta ik ?
Sökn og knús !
Blessó í biló þó !

 
At 12:33, Anonymous Nafnlaus said...

Þú er ekkert smá dugleg verð ég að segja... Flott hjá þér !!
kveðja frá Hrossanes
Fritz Von Dunkelstein

 
At 16:58, Anonymous Nafnlaus said...

Úpzzz gleymdi að kvitta fyrir mig þarna í pósti númer 3 ! It is I LeClearc...

 
At 17:25, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta virðist vera mjög spennandi og skemmtilegt ferð, er búin að sitja sveitt við lestur síðasta hálftíman, var nefnilega að fatta að þú værir með aðra boggsíðu.

Mér finnst þú vera kjarna kona,efast um að ég hefði getað þolað þessi flugukvikindi.

Gangi þér vel, hlakka til að heyra meira af þér.

Kveðja Ingibjörg (stella)

 
At 18:30, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ HÆ
Gaman gaman hjá þér. Ég held það eigi við hérna "sleep tight and don´t let the bad bugs bite". Vona að þú lendir ekki aftur í helvíti. Kannski þarf að ganga í gegnum helvíti til að meta það góða. Það góða, þá meina ég heita sturtu á Íslandi og notalegt rúm. Þægilegan sófa, sæng og poppkorn fyrir framan imbann. Vonandi gengur áfram vel og skemmtu þér vel. Ég er enn að bíða eftir commenti um ferðafélagana.
kv. valdís

 
At 10:02, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú alveg ótrúlegt ævintýri þessi ferð hjá þér. Mar þyrfti að vera komin í helv. gott form áður en maður færi í svona klettaklifur.
kv, katrín (stella)

 
At 13:31, Blogger hrafnhildur said...

Var að horfa á þátt með Dabba Aftansþorpi um daginn um fugla, þar tók hann fyrir sértaka fuglategund sem finnst bara í S-A og hann var staddur í Fossunum þar sem Venesuela (s/z??)og Braselía mætast og þar er svona Niagra falls type foss og þeir verpa undir fossinum, man ekki hvað hann heytir auðvitað, man það örugglega um leið og ég er búin að loka netinu, dæmigert, en þú ættir endilega að hafa augun opin fyrir þeim ef þú rekst á þessar slóðir.
Gangi þér vel snúlla.
Ýra

 
At 05:12, Anonymous Nafnlaus said...

Vá Thelma, Þetta er ekkert smá labb og í rigningu í þokkabót, vildi að ég væri í æðislega góðri þjálfun og væri þarna með þér, en samt það er meira en að segja það að klæða sig morgun eftir morgun í blaut og illalyktandi föt. Þú ert alveg ótrúlega dugleg. Rosalega er gaman að lesa það sem þú skrifar, þú verður kannski rithöfundur þegar þessari ferð líkur. jæja farðu varlega
hlakka til að sjá næsta blogg
kv
Eva

 
At 08:57, Anonymous Nafnlaus said...

Ég fór næstum því að grenja af álagi bara af því að lesa lýsingarnar. Djöfulli ertu dugleg ! Not my cup of tea, ég vil heita sturtu á hverjum morgni thank you very much !
Kveðja, Svandís.

 
At 13:12, Anonymous Nafnlaus said...

Thu ert hetja og fjallagapur Thelma.Eg er a sunnudagsvaktinni i Bb. I Reykjavik er snjor og rok.
Bestu kvedjur, Hjordis.

 

Skrifa ummæli

<< Home