föstudagur, apríl 28, 2006

Perú til Equador

Jaeja, thà er èg komin til Equador.
Thad hefur ýmislegt drifid á daga okkar sídan í Cousco. Vid byrjudum á ad fara til Arequipa, fallegur baer sem liggur ì skugga eldfjalls og hefur margoft ordid fyrir stórum jardskjalftum. Vid skodudum m.a. Santa Catalina klaustrid, thad var ansi merkilegur stadur og eflaustu gígantískt partýbaeli á sínum tíma. Sé alveg fyrir mér Abbadísina: " hey steldpur, hvad segidi um ad fara med 1000 maríubaenir í dag?" og allur hópurinn tryllist af fognudi! (smá einkahúmor, ha ha)
Nasca var naesti vidkomustadur. Á leidinni stoppudum vid of skodudum eldgamlan pre-inka grafreit. Allt fullt af beinagrindum, mér fannst thessi sem minnti mig óneitanlega á Elvu Dogg vinkonu mína lang flottust.
Nasca er thekktast fyrir Nasca línurnar og vid drifum okkur í flugferd t.a. fá yfirsýn í thaer. Ég var hálf flugveik allan tímann og átti í pínu erfileikum med ad greina alvoru Nasca línur frá handahófskenndum línum sem kriss krossudu allt svaedid. Finnst thó kenningin um ad geimverur hafi "teiknad" thetta t.a. finna lendingastadinn sinn aftur, mjog sennileg!
Sá Kyrrahafid á Páskadag, ansi skemmtileg sjón eftir ad hafa ekki séd sjóinn frá thví í Brasíliu í byrjun mars. Landslagid vid stondina í sudur Perú er nánast ein eydimork og allt mjog thurrt, bara graen svaedi thar sem menn hafa plantad e-u.
Gistum á eina nótt á eydilegri strond vid Paracas, ekkert nema vid og sjófuglar og ég lét mig hafa thad ad stinga mér út í kyrrahafid, svona fyrst thad var tharna. Fórum í bátsferd ad skoda Ballestas eyjarnar, thaer eru kalladar Galapagos fátaeka mannsins. Tharna var urmull af hávaerum fuglum, enn hávaerari rostungum og svo sá ég mér til mikillar ánaegju glita í morgaesir líka.
Thad fór bara hálfur dagur í Lima, kíkti rétt adeins á adaltorgid en langadi adallega ad skoda fatabúdir.
Svo lá leidin aftur upp í fjoll til baejar sem heitir Huaraz. Thar hélt Liz upp á afmaelid sitt sem var nú óskop rólegt thví daginn eftir fór ég ásamt Kathy, Andy og Caroline ad prófa ísklifur. Thad voru adallega thrjár ástaedur fyrir thví. Í fyrsta lagi bara gaman ad prófa ísklifur, í odru lagi langadi mig ad fara í yfir 5000 m haed og í sídasta lagi finnst mér thad einstaklega írónískt ad vera frá Íslandi og fyrsta skiptid sem ég stíg upp á jokul er í Perú! Thetta var mjog skemmtilegt en erfitt útaf thunna loftinu, kannski ad madur prófi thetta aftur vid sjávarmál (eda nánast) á Ìslandi.
Huanchaco var naesta stopp, thar gistum vid í tvaer naetur. Adalmálid thar var pre-inka rústirnar Chan Chan og huaca la Luna. Edith ommulegur (ommulegur ekki omurlegur) leidsogumadur gerdi thetta allt mjog áhugavert. Thessar pre-inka minjar eru ekki sídur merkilegar en inkadaemid.
Vorum naestum thví búin ad tjalda á ruslahaugum med hraegommum hjá Punta Sal en Geoff fann sem betur fer betri stad vid sjóinn. Hofdum strondina alveg útaf fyrir okkur í einn dag og ég endurheimti smá af brúnkunni aftur. Hofrungar og pelikanar svomludlu tharna nálaegt okkur.
Nú erum vid komin í tropical landslag aftur. Erum rétt hjá bae sem heitir Banos. Í morgun fórum vid í canyoning sem gekk út á thad ad druslast nidur á og fossa. Mjog skemmtilegt og ég ánaegd med mig ad hafa thad af ad stokkva nidur e-a 4 metra.

Hér hafid thid sem sagt update af ferdalaginu thó thad sé nú bara í símskeytaformi. Aetla nú ad fara og gera adra tilraun t.a. finna restaurant med naggrísakjoti.

Aetli thad sé e-r leid ad flytja inn llamadýr? Húsdýragardurinn aetti endilega ad koma sér upp nokkrum kvikyndum, thau eru svo mikil krútt.

7 Comments:

At 08:47, Anonymous Nafnlaus said...

"Ævintýri enn gerast"
Alltaf jafn gaman að frétta af þér
og lesa þessa frábæru ferðalýsingu
og geta næstum því upplifa ferðina með þér.
Þú færð örugglega vægt áfall þegar þú kemur heim og hið daglega tilbreytingarleysi tekur við.
En mikið eru allir farnir að hlakka til að fá þig heim.
Farðu varlega og vel með þig
kv Ma&pa

 
At 15:52, Anonymous Nafnlaus said...

Já það verður sko viðbrigði fyrir þig að koma heim í tilbreytingarleysið mar. Gaman að heyra frá þér. Mín algjörlega að telja niður til NY.

 
At 10:10, Blogger hrafnhildur said...

Where's my lama??? Þú ert ekki búin að gleyma mér? ;o)
Ýrus lamadýra bóndi

 
At 11:57, Anonymous Nafnlaus said...

Hae Thelma min.
I fyrsta lagi, rosalega er vinkona thin mjo, i odru lagi EKKI borda naggrisakjot, mundu eftir Fridleifi Angaty og i 3ja lagi ferd tu ekki alveg ad koma i heimsokn ?
Bjorg

 
At 11:59, Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég hló mikið af þessari beinagrinda samlíkingu..
Þú ættir nú bara að sjá mig núna.. minni gjörsamlega EKKERT á beinagrind hehe.
Oh hvað mig langar í Lama dýr..
Þægilegt ef maður þarf að þvo á sér hárið og er ekki með vask.. fær bara lamað til að skella á sig nokkrum bunum ! (eru það ekki annars lamadýr sem gera svoleiðis ? ... það var allavega í Tinna bókinni sem ég las í den.. og Tinni lýgur ekki !)..
Hlakka geggt mikið til að sjá þig á ný og allar myndirnar :)
har det bra skatte skat !
Kveðja frá Elvu hos Nýherji dot comm hehe..

 
At 06:22, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ. Ég helt að lamadýr væru grimm í eðli sínu. Undanfarið hefur sumarið verið að læðast að manni. Alveg 12-14 °c. Þegar þú kemur heim verðum við að fara á ströndina í sólbað. Þú getur verið í snjógalla svo þér verði ekki kalt. Ég er að verða sjúk í að reyna að komast með til NY, veit ekki enn út af því að ég á ekki pening fyrir NY hvað þá að byggja hús. Sjáum til- ætla að skoða netið. Get svo sem gert það sem mér´sýnist, bara spurning um skynsemi. Ég er ekki alltaf skynsöm er það?? Hlakka til að þú komir heim. Vantar að komast á kaffihús. Annars vildi ég vita hvenær þú færð íbúðina þína aftur, er það 1. júni. Ég þori að veðja að þú sért farin að þrá tilbreytingaleysið aftur. Sitja í ljósa sófanum þínum og borða súkklaði og horfa á Quer eye for the straigt guy. Vankna svo og fara í sund og vinnuna með samloku og gulrót í poka til að borða í strætó á leiðinni. Rölta á hlemm í góðu veðri með ipot í eyra. Heyrumst

 
At 18:34, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma!

Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með ferðasögunni þinni. Frábært líka að fá uppgefin öll örnefnin, sem maður getur svo slegið inn á Google og skoðað myndir. :)

Af mér er allt gott að frétta. Reyndar ekkert nýtt svo sem. Maður er náttúrulega alltaf að vinna og tefla. Ég hef verið að ná ágætis árangri í skákinni og hef jafnt og þétt verið að hækka á stigum. Stefni á að vera kominn yfir 2200 í árslok. :)

Næsta helgi verður svo athyglisverð hjá mér, en þá verður haldið upp á 20 ára fermingarafmælið í Grindavík. Mér skilst að mætingin verði mjög góð og ljóst að einhverjir verða þarna sem maður hefur ekki séð í 20 ár! :)

Vona að þú njótir ferðarinnar og hafir það sem allra best! :)

kv. Þorvarður.

 

Skrifa ummæli

<< Home