föstudagur, janúar 06, 2006

Ciudad Bolivar

Gledilegt nytt ar!
Enn allt gott ad fretta fra sudur amerikunni. Vid vorum i Playa Colorada, smabaer vid Karabiska hafid fram a nyarsdag. Thad vard ekkert ur kofuninni thar thvi midur en kajak ferdin var mjog skemmtileg. Mer tokst reyndar ad verda sjoveik og solbrenna a vorunum, vissi ekki ad thad vaeri haegt! Thar sem vid satum i makindum a "eydieyjunni" sem vid gistum a kom mannvera allt i einu stokkvandi ur skoginum. Thad kom i ljos seinna ad thetta var svisslendingur sem var buinn ad vera tharna einn i tjaldi i 3 daga, honum hafdi tekist ad reita eitt stk. byflugnabu til reidi og var a harda hlaupum undan theim, haha.
Keyrdum sudur a nyarsdag til Ciudad Bolivar sem er borg vid Orinoco ana. Thar hofum vid gist a tjaldstaedi sem er i Thjodverja. Virdist sem mikid af ferdamannaidnadinum sem rekin af utlendingum. A thessu tjaldstaedi er eg buin ad eignast 3 vini. Einn storan graenan pafagauk, einn Tukan fugl, sem er solginn i kaffi, og einn frekan apakott sem skefur hvita kremid af oreokexinu en bordar ekki sjalft kexid.
Forum i 3 daga ferd til Canaima thjodgardarins sem er i Gran Sabana. Flugum thangad fra C. Bolivar og forum i batsferd til Angel Falls. Fyrir tha sem ekki vita tha er thetta haesti foss i heiminum, ca km. langur. Stadurinn var algjort aedi, virkilega falleg nattura. Skodudum tvo adra fossa og lobbudum bak vid bada. Algjor paradis thessi stadur. Krakkarnir voru alveg ad tapa ser yfir einum turistanum, e-r svaka gella sem var med poddle hundinn sinn med ser, bar hann ut um allt, m.a. settur i plastpoka svo hann gaeti komid med undir fossana, var orugglega med eigid hengirum thar sem vid gistum. Frekar fyndid.
I kvold leggjum vid af stad i 6 daga ferd thar sem aetlunin er ad ganga upp a mountain Roraima. Thad er eitt af morgum "Tapuis" eda Tablemountains i Gran Sabana. Thetta eru hair klettar, flatir ad ofan og dyra+plontu teg. thar einstakar. Heyrid meira af thvi seinna.

Verd ad hryggja suma (tha a eg vid Valdisi :OD) a ad eg hef enn ekki ordid veik af matnum og borda samt flest sem fyrir mig er lagt. Nokkrir i hopnum hafa ordid slappir, ekkert alvarlegt tho.

17 Comments:

At 13:30, Blogger thelms said...

Verd ad segja ykkur af thvi ad loggan eda herinn er med eftirlits stodvar vid vegina og vid thvi verid stoppud nokkrum sinnum t.a. ath pappira (sem their geta svo varla lesid!). Vid einn slikan stad gerdu their vedur utaf thvi ad 3 i hopnum vantadi e-r graenan bledil sem madur a ad fylla ut thegar madur kemur til landsins, eg fekk aldrei svona mida, skipulagid a vellinu ekkert ad thvaelast fyrir manni. Thad endadi allavega thannig ad vid fengum ad fara eftir ad Kieran borgadi theim 50000 bolivar! Ekkert gifurlega mikil upphaed en svona virka vist hlutirnir stundum. Mer er radlagt ad reyna ad brosa saett ef their fara ad bidja um thennan mida vid landamaeri Brasiliu, ef thad virkar ekki tha ma reyna ad grenja. haha

 
At 15:20, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Gaman að fá fréttir af þér Þetta er aldeilis ævintýraferð sem þú ert búin að fara og vonandi verður svo áfram. Við erum búin að skoða umhverfið í kring um englafossana á myndum og það er roslega fallegt
Það er allt gott að frétta
Brjálað veður Rok og rigning
Hafðu það gott og farðu varlega
Láttu heyra fljótt frá þér aftur
Kv ma&pa

 
At 08:31, Anonymous Nafnlaus said...

Komdu sæl Thelma mín og gleðilegt ár. Ég er græn af öfund af vita af þér þarna í S-Ameríku. Við mæðgur vorum að koma heim frá ÞÝskalandi og ég skoðaði myndir frá Himalaya í Indlandi. Ætli við skreppum ekki þangað næst. Gandi þér vel... ég fylgist með þér. Kærar kveðjur
Klara

 
At 10:17, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma og gleðilegt ár.

Mátti til að commenta og segja þér frá því að hurðarnar okkar eru komnar upp og stigagangurinn allt annar.

Setti myndir af honum á www.mirra.net
svo þú getur skoðað.

Annars allt gott að frétta úr blokkinni, reyndar héldu leigjendurnir eitt rosapartý í byrjun og okkur leist ekkert á þetta en svo hafa þau verið alveg róleg og ekkert yfir þeim að kvarta.

Við Þráinn munum fylgjast með þér fyrst mamma þín og pabbi gáfu okkur upp síðuna þína.

Kveðja Kristín Jóna
Suðurbraut 14, 4 hæð hinum megin.

 
At 10:51, Anonymous Nafnlaus said...

Löggurnar í S og mið Ameríku eru ekki á treystandi og eru í raun skipulögð glæpastarfsemi, mikið í því að blackmaila túrista. Passaðu þig á leigubílstjórum líka. Einn ísl sem var með mér í hóp var ógnað með byssu í hausinn frá leigubílstjóra sem svo rændi hann. En hann varð ekkert hræddur því hann fattaði ekki að þetta væri byssa fyrr en vinur hans benti honum á það.

kv, DAS

 
At 13:11, Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað maður er ABBÓ !!! Ekkert smá geðveikt spennó alltaf sem þú ert að gera !
(Ég skipti á bleyju.. hehe)

Fyndið með þessar löggur.. þú manst hvernig okkur tókst upp með dönsku lestarverðina !! ;o= (blikk,blikk).

Tekurðu ekki örugglega fullt af myndum og svona.. langar að sjá þennan apakött.. og auðvitað allt hitt.
(kíkti á Engla fossana.. ógeðslega flott !
Aðeins mikilfenglegra en að vera bakvið seljarlandsfoss geri ég ráð fyrir ;)

Jæja hafðu það gott og hlakka mikið til að heyra meira.. sakn og knús..
Elva und der afspring..

 
At 18:37, Anonymous Nafnlaus said...

Vá vá vá, ekkert smá gaman hjá þér stelpa - eins og við var að búast. Og auddað smá erjur við yfirvaldið - annað væri nú bara ónýtt. Hér er verið að sprenga upp himingeyminn í töluðum orðum. Ekkert eins klikkað og á gamlárs en nóg þó. Þrettándinn færðist yfir á kvöldið í kvöld þar sem það var brjálað veður í gær.
Fer að verða dugleg að blogga - lofa - nóg að gerast hjá minni - bara alltaf bissí.
Hlakka til að heyra frá þér - þetta er besta lestraefnið sem mar hefur þessi jól so keep on going. Kv. Kristín

 
At 08:38, Blogger hrafnhildur said...

luv u, miss u, wish I was with u... :o(

;o)
Ýrus amerikus

 
At 07:17, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ,
Þér er boðið í útskriftarveisluna mína á laugardaginn. Verður partý og stuð. Kemuru ekki;)))
Miss ja

 
At 08:37, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma og gleðilegt ár!

Það er gaman að heyra að þú skulir skemmta þér svona vel. Svona vesen eins og t.d. með "yfirvaldið" var kannski eitthvað sem reikna mátti með, þar sem þið eruð augljóslega ferðamenn. Á Filippseyjum var ég nokkuð öruggur hvað þetta varðar, því ég var ávallt í hópi með innfæddum. Það er alveg þrælgaman að slá öllum örnefnunum sem þú nefnir upp á GOOGLE. Með því að skoða myndirnar nær maður svona örlítið að upplifa þetta með þér, þó ekkert jafnist að sjálfsögðu á við það að vera á staðnum. :o)

Á sunnudaginn hófst Skákþing Reykjavíkur. Ég hef ég byrjað ágætlega og unnið tvær fyrstu skákir mínar, reyndar gegn mér stigalægri andstæðingum. Næsta skák mín verður án efa erfið og er líklegt að ég keppi við einhvern af topp 15 á landinu. Ef þú hefur tíma, þá geturðu séð fréttir af mótinu á www.skak.is

Jæja, læt þetta nægja í bili. Vona að þú hafir það sem allra best!

Kær kveðja, Þorvarður.

 
At 13:54, Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega stöðugt stuð þarna :o) söknum þín og fylgjumst með þessu frábæra ævintýri, sýnist nokkrir hér vera alveg að fara að elta þig hehehe
kveðja úr aðal bankanum
Kristín E.

 
At 11:50, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár hunangskoddinn okkar. Vonandi eru hægðirnar enn í lagi ! Söknum þess að þurfa ekki að bíða eftir neinum þegar við förum í mat :)
Kveðja, Svandís og Díana.

 
At 20:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ
Ég held að ef maður ferðast í 6 mánuði þá er ferðinn ekki þess virði að fara hana nema að þú hafir allavega 6 "ég var næstum því dauð þarna" sögur að segja. Annars´eru Íslendingar fávitar. Smá snjór og enginn kemst aftur á bak né áfram. Hér á fróni snjóar, stórhríð mætti segja ef maður er staddur að skafa bílinn í þunnum jakka og háum hælum. Í dag er föstudagurinn þrettándi og það er fullt tungl. Dagurinn byrjaði vel fyrir mig, fór í atvinnuviðtal, komin með nóg af því að vera heimavinnandi húsmóðir með barn hjá dagmömmu. En svo fór ég í olíumálunartímann minn og flotta myndin sem ég var að mála af regndropum á vatni varð að pollok mynd, sjokking, kennarinnn henti myndinni á gólfið og sagði að það væri leiðinlegt að gera hringi og hellti terpentínu yfir meistaraverkið mitt og fullt af litum og sagði mér að pollokkast. Ég syrgi en hina myndina og fólkið sem er með mér í námskeiði voru í sjokki yfir fallegu myndinni minni. Frá og með þessum degi er föstudagurinn þrettándi óheilladagur fyrir mig....
Vonandi er þessi dagur góður fyrir þig...
Hey ef það er fullt tungl hjá okkur á Íslandi er þá líka fullt tungl hjá þér....HHHehehehehe
Annars er ég enn að gera upp við mig með NY í mai. Kemur í ljós í febrúar þegar við vitum hvort við drögum góða lóð út.
Hafðu það gott og endilega segðu frá ferðafélögunum, þá meina ég homo sapiens sapiens... ekki öpum og fuglum.

kv. valdís

 
At 07:21, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma Ég verð að viðurkenna að ég finn fyrir öfundarsting þegar ég les um ævintýrin þín. Hafðu það gott litla systir og farðu varlega.
kv.
Eva

 
At 20:26, Anonymous Nafnlaus said...

Hae Thelms.

Gaman hvad tad er gaman.
Vertu alltaf med blokker a vorunum.
Mer tokst lika ad brenna og fekk svo sykingu i varirnar og tad var fredar vidbjodslegt. Betra ad sleppa vid tad.

 
At 12:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma,

Rosalega lítur þetta allt saman spennandi út!

Annars er allt fínt að frétta héðan, þú fréttir kannski að hún Harpa var svo dugleg að brjóta á sér löppina :)

anyways ég mun halda áfram að fylgjast með þér! :)

Jóhann Frændi

 
At 13:50, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma og gleðilegt ár.
Ég var að fá slóðina í síðuna þína í dag og missti mig í að lesa ferðasöguna, ótrúlega spennandi. Hér eftir mun ég örugglega kíkja á síðuna daglega.

Hafðu það sem allra best!
Helena

P.S.
Ertu með einhverja myndasíðu?

 

Skrifa ummæli

<< Home