miðvikudagur, apríl 05, 2006

Og ferdin heldur áfram I

Ok, ég er enn í Sudur-Ameríku!
Frá thví seinast hef ég yfirgefid Argentínu, komid vid í Chile, átt góda daga í Bólivíu og er nú lent í Perú.

Ég held ad ég aetti ad sleppa thví ad tjá mig um hvad sé á dofinni thad vard nefnilega ekkert úr "rafting"-inu í Salta, of lítid vatn í ánni. Ég hefdi hvort sem er ekkert komist, tókst ad ná mér í e-a augnsýkingu sem er svo sem ekki í frásogu faerandi (Valdís ég skal lýsa thessu fyrir thér í smáatridum í private email!). Mun helst muna eftir Salta sem baenum thar sem ég týndi dagbókinni minni, man th.a.l. ekkert hvar ég hef verid eda hvert ég er ad fara lengur!

Frá Salta fórum vid til San Pedro, landamaerabae í Chile. Á leidinni thangad tjoldudum vid eina nótt upp í fjollum í 3700 m haed. Vard smá slopp sem var frekar útaf vokvaskort en raunverulegri haedaveiki, madur á helst ad drekka 7 lítra af vatni á dag skv. Kieran thví loftid er svo thurrt. Thegar sólin hvarf var fljótt ad kólna, thad var líka ansi hvasst (minnti mig nú bara á tjaldferdalog heima í leidinlegu vedri)

Vid aetludum ad gista á tjaldsvaedi inn í San Pedro en thad gekk ekki eftir út af Chileísku skrifraedi. Trukkurinn komst nefnilega ekki inn í landid (thessu komust landamaeraverdirnir ad eftir ad hafa farid yfir allan farangur o.fl í yfir klst.). Their hofdu fengid pappíra um ad vid myndum koma til landsins á ákv. degi. Thegar Kieran sá fram á ad vid myndum koma degi fyrr sendi hann theim fax. Faxid hafdi hins vegar ekki borist og theim ekki haggad á landamaerunum. Thad fyndna er ad thar sem vid reyndum ad komast yfir landamaerin degi fyrr thá datt umsóknin um ad koma naesta dag úr gildi! Vid endudum á ad gista á ágaetis tjaldstaedi í einskinsmannslandi rétt vid baeinn, ég er nokkud viss um ad fraendi landamaeravardarins hafi átt tjaldstaedid og hann hefur vantad meiri buisness!

San Pedro de Atacama fínn baer , eydimerkurlandslag og allt voda thurrt. Vid fórum í ferd ad skoda "the moon valley", thessi stadur hét ekkert thar til í júlí 1969, landslagid eftir thví. Voknudum einn morguninn kl 4 til ad keyra upp í fjoll og skoda heita hveri í 4200 m haed, bodudum okkur í heitum polli (sem var kaldur). Eitt kvoldid fór ég svo ásamt John og Charlotte í stjornuskodunarferd. Frábaer franskur stjornufraedingur (lesist med fronskum hreim) med stóra sjónauka, sáum m.a. hringina í kringum Satúrnus og fjarlaegar stjornuthokur, virkilega flott og skemmtilegt, heitt súkuladi í lokin skemmdi ekki fyrir.

Naest lá leidin til Bólivíu, á leidinni stoppudum vid og skodudum leirhveri í 4950 m haed og tjoldum svo vid kletta í 4500 m. haed. (Eins og thid sjáid thá er ég ansi uppvedrud af ollum thessum persónulegu haedametur sem ég er ad setja!). Thad var ansi kalt og ég hrokk upp med andfaelum um nóttina, vantadi súrefni og hafdi verid ad dreyma ad Jos vaeri ad reyna ad kyrkja mig, haha!

Held áfram seinna, er ad fara út ad borda......................................

6 Comments:

At 11:43, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir upplýsingarnar :)
Þú ert greinilega alveg í hæstu hæðum yfir öllum þessum hæðum.. hehe

 
At 09:25, Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur nú fílað stjörnukíkinn get ég ímyndað mér.. (var bara að lesa yfir þetta aftur...)

 
At 13:57, Blogger hrafnhildur said...

Bléschuð, erum á fullu að flitja milli húsa, eða réttara sagt eru tengdó og fleirri vitleysingum sem datta það snjallræði í hug að koma og heimsækja okkur um páskana (nastí hehehe) upp í húsi að vinna fyrir gistingunni sinni og ég sit hér heima og hlæ að páskalögunum hennar Elvu og ferðasögunni þinni. Þykist svo vera að læra ef einhver vogar sér að spurja... hehe
Jæja, be good.

 
At 14:28, Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð. ekkert smá gaman að lesa pistlana þín. Þettta er ekkert smá ævintýri hjá þér þessi ferð. Vonandi fær maður svo að sjá mynir af þessu öllu þegar þú ert kominn heim. Kveðja Bryna

 
At 17:47, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ.
Gott að heyra að þetta er gaman ennþá. Núna eru að koma súkkkkkkulaði páskar hér á fróni. Búin að kaupa páskaegg frá NÓa Siríus. Mundirðu að kaupa páskaegg til að taka með þér??? Nú fer að styttast í að þú komir heim. Ég var að vonast að ég væri ólétt núna um daginn því´þá hefði ég löggilda afsökun til að hitta þig í NY og kaupa baby stuff en það gekk ekki upp svo ég kaupi bara súkkulaði og steypu. Annars vona ég að maður hafi list á páskaegginu miðað við magapestirnar sem ganga yfir allt hér á eyjunni. Ég held að með því að fara út í þessa ferð hefur þú misst af einum mesta pestavetri sem ég man eftir. Breytingarnar í veðrinu hafa verið svo miklar dag frá degi að vinkonur okkar bakteria og bakterius hafa komið og heimsótt flesta landsmenn og ekki nóg með það þá komu vinir þeirra líka frá kína þ.e. vírus og víruslína. Ég var að heyra fyndið nafn til að skíra....Ríta lína.... hehehehe
Farðu varlega og hlakka til að sjá þig fljótlega. Bara ca. einn og hálfur mánuður eftir. Ég komst að því eftir að þú fórst að ég fer ekki á kaffihús nema með þér. Allir aðrir sem ég þekki eru ekki kaffihúsatýpur. Búin að spara mikinn pening á kaffihúsaleysinu.

kv. Valdís

 
At 15:06, Anonymous Nafnlaus said...

hæ,
bara að segja hæ. er komin svo á kaf í hestamennskuna að ég sést varla heima hjá mér nema rétt yfir hánóttina til að sofa. það er bara mánuður í NY - hlakka ekkert smá til.
kv. Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home