föstudagur, apríl 28, 2006

Perú til Equador

Jaeja, thà er èg komin til Equador.
Thad hefur ýmislegt drifid á daga okkar sídan í Cousco. Vid byrjudum á ad fara til Arequipa, fallegur baer sem liggur ì skugga eldfjalls og hefur margoft ordid fyrir stórum jardskjalftum. Vid skodudum m.a. Santa Catalina klaustrid, thad var ansi merkilegur stadur og eflaustu gígantískt partýbaeli á sínum tíma. Sé alveg fyrir mér Abbadísina: " hey steldpur, hvad segidi um ad fara med 1000 maríubaenir í dag?" og allur hópurinn tryllist af fognudi! (smá einkahúmor, ha ha)
Nasca var naesti vidkomustadur. Á leidinni stoppudum vid of skodudum eldgamlan pre-inka grafreit. Allt fullt af beinagrindum, mér fannst thessi sem minnti mig óneitanlega á Elvu Dogg vinkonu mína lang flottust.
Nasca er thekktast fyrir Nasca línurnar og vid drifum okkur í flugferd t.a. fá yfirsýn í thaer. Ég var hálf flugveik allan tímann og átti í pínu erfileikum med ad greina alvoru Nasca línur frá handahófskenndum línum sem kriss krossudu allt svaedid. Finnst thó kenningin um ad geimverur hafi "teiknad" thetta t.a. finna lendingastadinn sinn aftur, mjog sennileg!
Sá Kyrrahafid á Páskadag, ansi skemmtileg sjón eftir ad hafa ekki séd sjóinn frá thví í Brasíliu í byrjun mars. Landslagid vid stondina í sudur Perú er nánast ein eydimork og allt mjog thurrt, bara graen svaedi thar sem menn hafa plantad e-u.
Gistum á eina nótt á eydilegri strond vid Paracas, ekkert nema vid og sjófuglar og ég lét mig hafa thad ad stinga mér út í kyrrahafid, svona fyrst thad var tharna. Fórum í bátsferd ad skoda Ballestas eyjarnar, thaer eru kalladar Galapagos fátaeka mannsins. Tharna var urmull af hávaerum fuglum, enn hávaerari rostungum og svo sá ég mér til mikillar ánaegju glita í morgaesir líka.
Thad fór bara hálfur dagur í Lima, kíkti rétt adeins á adaltorgid en langadi adallega ad skoda fatabúdir.
Svo lá leidin aftur upp í fjoll til baejar sem heitir Huaraz. Thar hélt Liz upp á afmaelid sitt sem var nú óskop rólegt thví daginn eftir fór ég ásamt Kathy, Andy og Caroline ad prófa ísklifur. Thad voru adallega thrjár ástaedur fyrir thví. Í fyrsta lagi bara gaman ad prófa ísklifur, í odru lagi langadi mig ad fara í yfir 5000 m haed og í sídasta lagi finnst mér thad einstaklega írónískt ad vera frá Íslandi og fyrsta skiptid sem ég stíg upp á jokul er í Perú! Thetta var mjog skemmtilegt en erfitt útaf thunna loftinu, kannski ad madur prófi thetta aftur vid sjávarmál (eda nánast) á Ìslandi.
Huanchaco var naesta stopp, thar gistum vid í tvaer naetur. Adalmálid thar var pre-inka rústirnar Chan Chan og huaca la Luna. Edith ommulegur (ommulegur ekki omurlegur) leidsogumadur gerdi thetta allt mjog áhugavert. Thessar pre-inka minjar eru ekki sídur merkilegar en inkadaemid.
Vorum naestum thví búin ad tjalda á ruslahaugum med hraegommum hjá Punta Sal en Geoff fann sem betur fer betri stad vid sjóinn. Hofdum strondina alveg útaf fyrir okkur í einn dag og ég endurheimti smá af brúnkunni aftur. Hofrungar og pelikanar svomludlu tharna nálaegt okkur.
Nú erum vid komin í tropical landslag aftur. Erum rétt hjá bae sem heitir Banos. Í morgun fórum vid í canyoning sem gekk út á thad ad druslast nidur á og fossa. Mjog skemmtilegt og ég ánaegd med mig ad hafa thad af ad stokkva nidur e-a 4 metra.

Hér hafid thid sem sagt update af ferdalaginu thó thad sé nú bara í símskeytaformi. Aetla nú ad fara og gera adra tilraun t.a. finna restaurant med naggrísakjoti.

Aetli thad sé e-r leid ad flytja inn llamadýr? Húsdýragardurinn aetti endilega ad koma sér upp nokkrum kvikyndum, thau eru svo mikil krútt.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Og ferdin heldur áfram II

................................
Vid byrjudum á ad fara til Uyuni í Bólivíu, Tom var á ordi "ég vona ad vid gistum ekki í thessu skítapleisi!". Baerinn fékk hins vegar marga plúsa hjá mér fyir hvad thad var audvelt ad fara í bankann og taka út bólivíska dineros af kortinu mínu. Beid thar í bidrod á eftir konu sem nádi mér upp ad oxlum og thad med kúluhattinn á hofdinu, ekki oft sem ég fae svona risatilfinningu!
Frá Uyuni fórum vid í dagsferd ad skoda Salar de Uyuni, thetta er mikil vídátta thar sem jordin er thakin salti, var víst vatn í fyrndinni, thid verdid bara ad sjá myndir af thessu, hvernig allt speglast í vatninu sem stundum liggur yfir ollu.

Potosí er annar baer sem á sér merkilega sogu, var einu sinni ein staersta og ríkasta borg í heimi ut af silfunámum sem thar eru. Highlightid thar (fyrir utan caple TV) var skodunarferd í námurnar med alvoru námuverkamanni. Birgdum okkur fyrst upp af kókalaufum, gosi og dínamíti til ad gefa námumonnunum. B.t.w. ef e-r hefur hugsad sér ad taka thátt í e-i hrydjuverkastarfsemi thá getur hver sem labbad inn í eina af thessum námubúdum og keypt dínamít eins audveldlega og mjólk og braud. Adstaedurnar voru frekar skelfilegar, andadi ad mér nógu asbeti fyrir lífstíd thegar vid skridum um allt. Thad er ekkert skrítid ad their sem vinna tharna eru yfirleitt farnir yfir móduna miklu fyrir fimmtugt! Guide-inn okkar hvatti okkur t.a. tyggja kókalauf svo vid aettum audveldara med ad anda. Jos tók thví mjog alvarlega og var med fullar kinnar af laufum allan tímann, uppskar svartar tennur og doda í tungunni. Annars er kókaplantan og oll sagan í kringum hana mjog merkileg. Laufin ein og sér frekar bragdvond en kókate med sykri er alveg ágaett. Hugsadi med mér eftir thennan dag ad ég get ekki kvartad yfir vinnuadstaedum í Blódbankanum aftur!

Eyddum samtals 4 dogum í La Paz. Thar yfirgáfu Charlotte og John, kanadíska parid, okkur og 5 baettust í hópinn. Gil, Liz og Mike frá Englandi, Andy frá Nýja Sjálandi og Caroline frá Sudur Afríku. Tíminn fór adallega í ad rolta um baeinn. Sáum rest af brúdkaup í dómkirkjunni, held ad Jos hafi tekid fleiri myndir en aettingjarnir! Fyndid hvad Quasimoto var fjótur ad sópa rósa- blodunum út á eftir brúdhjónunum, kirkjan greinilega bara frátekin í hálftíma og ekki mínútu lengur!! Fórum í city tour sem var fínn, skodudum m.a. en annan moon valley ( thessir tungldalir virdast vera í tugatali í heiminum) og svo fancy hverfin í La Paz. Keyrdum framhjá forsetabústadinum thar búa forsetinn, forseti thingsins, haestaréttarins og e-r einn til vidbótar, saman í sátt og samlyndi. Allir einhleypir, ég hefdi kannski átt ad láta setja mig út thar, ha ha. Fór í klippingu í La Paz, hún kostadi undir 100 kall en thar sem ég gleymdi sólgleraugunum mínum tharna og fann svo stadinn ekki aftur thá borgadi thetta sig varla.

Eyddi einum degi ásamt Kathy, Tom og Caroline í ad hjóla nidur svokalladan death road. Taladi vid e-a stelpu í Chile sem hafdi hjólad tharna nidur og verid skelfingu lostin allan tímann. Thetta reyndist ekkert eins skelfilegt og ég hafdi búist vid. Byrjudum í 4600 m haed og endudum í 1300 metrum (minnir mig), 64 km. Meiri hlutann af ferdinni skiptist á rigningu og grenjandi rigningu. Vegurinn var malarvegur og thad var svo sem nokkud augljóst ad ef madur faeri fram af honum thá vaeri madur í vondum málum (eda engum málum = daudur), en hann var ekki thad mjór ad ég vaeri e-d alvarlega hraedd um líf mitt. Komst helst nálaegt dauda mínum thegar ég thurfti ad hjóla/labba upp á vid, sem var mjog stuttur kafli en ég fékk samt blódbragd í munnin og andadi eins og ég vaeri med lugnathembu á lokastigi. Svo lenti ég í átokum vid apakott, honum tókst ad stela gleraugum úr bakpokanum mínum og beit mig thegar ég reyndi ad ná theim aftur, thvílík ósvífni!!

Thegar vid komum til baka um kvoldid úr deathroad ferdinni var restin af hopnum búin ad yfirgefa La Paz. Kieran ákvad ad koma sér í burtu ádur en yfirvofandi verkfall skylli á svo vid yrdum nú ekki fost í La Paz. Vid sem hofdum verid í hjólaferdinni thurftum ad taka leigubíl á eftir theim. Logdum af stad kl. 3 um nóttina og vorum komin til Copacobana vid Titicaca vatn kl. 7 um morguninn. Ég gerdi nú ekki mikid thann daginn, sleppti gonguferd um isla de Sol thar sem incamenningin á víst upphaf sitt.

Vid fórum yfir til Perú 5 apríl og stoppudum eina nótt í Puno. Thar skodudum vid fljótandi eyjar á Titicaca vatni. Aymara indjánar búa á thessum eyjum sem eru búnar til úr e-s konar grosum, Their thurfa ad baeta lagi af stráum vikulega í regntímabilinu en mánadarlega thegar thad er thurrt t.a. eyjarnar sokkvi ekki.

Hofum haft adsetur í Cusco frá 6. apríl. Thetta er ansi snotur baer, var hofudborg Incanna og thví mikid um inca minjar.

Incatrailid var einstaklega skemmtilegt. Fórum med tveimur guidum, Guillermo og Rolfie, og lobbudum svokallad alternative incatrail sem, eins og nafnid gefur til kynna, er ekki thessi klassíska leid, eitt af thví góda vid thessa leid ad thad var ekki einn túristi í augsýn allan tímann (fyrir utan okkur audvitad). Vid byrjudum á ad skoda incarústir og gistum fyrstu nóttina á skólalód í litlu thorpi í fjollunum. Thar faerdum vid skolakrokkunum gjafir, m.a. blýanta, liti og dúkkur. Thau litu sum út fyrir ad hálf rádvillt og mér sýndist blýantarnir byrja ad týna tolu sinni um leid og thau fóru út úr skólanum. Held nú samt ad thau hafi veri ánaegd med thetta, skólinn ekkert yfirfullur af skóladóti. Lobbudum annan daginn í 5 tíma, thridja daginn ca 9 og fjórda daginn bara 3. Fórum yfir tvo fjallaskord, thad haerra var 4800 m. (4803 ef thid viljid hafa thetta nákvaemt). Thetta var ekki eins erfitt og ég bjóst vid, adallega af thví ad vid lobbudum mjog haegt, allt eins og í slow motion, algjor haenuskrefaferd. Svo vorum vid med lúxus kokkahóp med okkur, voktu okkur á morgnanna med heita drykki vid tjaldid og heitt vatn t.a. thvo okkur. Líka frábaerar thriggja rétta máltídir oll kvold. Á einum naeturstadnum var okkur bodid í kaffi til lokal fólks. Thar var Prince lookalike í líki geitur og furduleg haena med hárkollu. Naggrísirnir sem bjuggu undir rúminu voru samt mestu krúttin, alveg grunlausir um ad their munu enda líf sitt í heitum potti og á matarbordi eigenda sinna.
Fimmta daginn tókum vid lest til Macchu Piccu. Mikid upplifelsi af sjá stadinn med eigin augum eftir ad hafa bara séd hann á myndum hingad til. Vid roltum um stadinn med Rolfie í ca tvo tíma thar sem hann útskýrdi hitt og thetta og hofdum svo tíma fyrir útaf fyrir okkur. Ég, Jos og Liz lobbudum upp á klettinn Wayna piccu sem gnaefir yfir borgina.

Erum nú í Cusco en holdum áfram eldsnemma í fyrramálid. Hofum fengid nýjan leader, Kieran er farinn heim og Geoff tekinn vid. Louise, sem er búin ad vera í ferdinni alveg frá Caracas, yfirgaf okkur í morgun og kemur vid á Páskaeyjunni ádur en hún fer heim til Englands. Tom verdur eftir hérna í Cusco svo vid erum 10 med Geoff sem holdum ferdalaginu áfram.

GLEDILEGA PÁSKA!

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Og ferdin heldur áfram I

Ok, ég er enn í Sudur-Ameríku!
Frá thví seinast hef ég yfirgefid Argentínu, komid vid í Chile, átt góda daga í Bólivíu og er nú lent í Perú.

Ég held ad ég aetti ad sleppa thví ad tjá mig um hvad sé á dofinni thad vard nefnilega ekkert úr "rafting"-inu í Salta, of lítid vatn í ánni. Ég hefdi hvort sem er ekkert komist, tókst ad ná mér í e-a augnsýkingu sem er svo sem ekki í frásogu faerandi (Valdís ég skal lýsa thessu fyrir thér í smáatridum í private email!). Mun helst muna eftir Salta sem baenum thar sem ég týndi dagbókinni minni, man th.a.l. ekkert hvar ég hef verid eda hvert ég er ad fara lengur!

Frá Salta fórum vid til San Pedro, landamaerabae í Chile. Á leidinni thangad tjoldudum vid eina nótt upp í fjollum í 3700 m haed. Vard smá slopp sem var frekar útaf vokvaskort en raunverulegri haedaveiki, madur á helst ad drekka 7 lítra af vatni á dag skv. Kieran thví loftid er svo thurrt. Thegar sólin hvarf var fljótt ad kólna, thad var líka ansi hvasst (minnti mig nú bara á tjaldferdalog heima í leidinlegu vedri)

Vid aetludum ad gista á tjaldsvaedi inn í San Pedro en thad gekk ekki eftir út af Chileísku skrifraedi. Trukkurinn komst nefnilega ekki inn í landid (thessu komust landamaeraverdirnir ad eftir ad hafa farid yfir allan farangur o.fl í yfir klst.). Their hofdu fengid pappíra um ad vid myndum koma til landsins á ákv. degi. Thegar Kieran sá fram á ad vid myndum koma degi fyrr sendi hann theim fax. Faxid hafdi hins vegar ekki borist og theim ekki haggad á landamaerunum. Thad fyndna er ad thar sem vid reyndum ad komast yfir landamaerin degi fyrr thá datt umsóknin um ad koma naesta dag úr gildi! Vid endudum á ad gista á ágaetis tjaldstaedi í einskinsmannslandi rétt vid baeinn, ég er nokkud viss um ad fraendi landamaeravardarins hafi átt tjaldstaedid og hann hefur vantad meiri buisness!

San Pedro de Atacama fínn baer , eydimerkurlandslag og allt voda thurrt. Vid fórum í ferd ad skoda "the moon valley", thessi stadur hét ekkert thar til í júlí 1969, landslagid eftir thví. Voknudum einn morguninn kl 4 til ad keyra upp í fjoll og skoda heita hveri í 4200 m haed, bodudum okkur í heitum polli (sem var kaldur). Eitt kvoldid fór ég svo ásamt John og Charlotte í stjornuskodunarferd. Frábaer franskur stjornufraedingur (lesist med fronskum hreim) med stóra sjónauka, sáum m.a. hringina í kringum Satúrnus og fjarlaegar stjornuthokur, virkilega flott og skemmtilegt, heitt súkuladi í lokin skemmdi ekki fyrir.

Naest lá leidin til Bólivíu, á leidinni stoppudum vid og skodudum leirhveri í 4950 m haed og tjoldum svo vid kletta í 4500 m. haed. (Eins og thid sjáid thá er ég ansi uppvedrud af ollum thessum persónulegu haedametur sem ég er ad setja!). Thad var ansi kalt og ég hrokk upp med andfaelum um nóttina, vantadi súrefni og hafdi verid ad dreyma ad Jos vaeri ad reyna ad kyrkja mig, haha!

Held áfram seinna, er ad fara út ad borda......................................