þriðjudagur, maí 16, 2006

Galapagos...............

.......er alveg orugglega einn besti stadur a jordinni!Thvilikt aedisleg vika, var mjog nalaegt thvi ad koma ekki til baka og gerast saeljon ad atvinnu.

Byrjadi ad thvi ad hitta guidinn okkar Ruben a flugvellinum sem dreif okkur i straeto og nidur ad hofn a eyjunni Baltra. Thar komst madur strax i kynni vid dyralifid, Ruben thurfti ad reka i burtu saeljon, sem svafu i mestu makindum, svo vid kaemumst i smabatinn sem flutti okkur um bord a Aida Maria.Ferdafelagar minir voru flestir i alheimsfelagi eldri borgara. Eg dro medalaldurinn nidur um nokkra aratugi sem mer fannst nu bara einstaklega fyndid. Eitt parid var serstaklega kruttlegt, hjon a niraedisaldri fra LA og hann enn ad praktisera sem laeknir! Thau hittust fyrst a officeraballi i seinni heimstyrjold og hofdu verid gift i 62 ar!

En ad odrum dyrategundum. Vid sigldum i 7 daga a milli eyjanna. Stoppudum a eyjunum Baltra, plaza, Santa Fe, Espanola, Floreana, Santa Cruz, Rapida, Bartolome og Santiago.Aedislegt ad snorkla med saeljonum, hakorlum, skjaldbokum, fuglum og skrautfiskum. Aedislegt ad labba um eyjarnar og fylgjast med albatrossum, blue footed boobies, pelikonum, flamingofuglum, freygatufuglum, finkum, mockingbirds, krobbum, landkembum, saekembum, hraunedlum.
Kaktustren virkilega flott og allt landslagid. Merkilegt hvad hver eyja er mismunandi, allar hafa sin serkenni.(Held ad thad vaeri rad ad skrifa e-a punkta nidur thegar eg kem naest, allt i einum graut i hausnum a mer i sambandi vid hvar eg sa hvad!)

Solitario Jorge betur thekktur sem lonesome George var bara ekkert svo einmanna. Hann er reyndar sa eini sem er eftir af sinni tegund, th.e. risaskjaldbaka fra eyjunni Pinta. En hafdi ser til skemmtunar tvaer kvennskjaldbokur af theiri teg. sem er skyldust honum. Svo eg held ad honum se nu engin vorkunn.

For i eina kofun vid Rapida og thad var gaman, en thad var alls ekkert sidra ad snorkla med oll dyrin i kringum mann.

Fann engin postkort t.a. taka med heim fra Floreana, skyldi tvo eftir svo thad verdur gaman ad sja hvort og hvenaer thau komast til skila.

Baturinn finn. Sem betur fer vedjadi eg ekki um hver af gamingjunum minum fengi hjartaafall thvi thau lifdu oll ferdina af og vel thad, haha.Fabian thjoninn okkar minnti mig a Kato i Bleika pardusnum, hann redst tho ekki a neinn af gestunum!

Tok fullt af myndum. Thar af var svona helmingurinn af saeljonum og restin af fuglum og edlum! Svo thid getid hlakkad til. Se alveg fyrir mer uppgerdarahugan hja sumum thegar eg segi " og her er mynd numer thrjuhundrud og tolf af saeljoni sofandi a strond" :O).

For fra Quito thann 15 og er nu stodd i grenjandi rigningu a South Beach, Miami. Yfirthyrmandi mikid af verslunum og ollum mogulegum thaegindum, labbadi bara um og langadi ad kaupa allt! Thad er tho ekki ad skilja sem svo ad thad seu engar budir i S-Am! En madur ser toluverdan mun. Annars eru vidbrigdin ekki svo mikil thvi onnur hver manneskja herna talar bara spaensku.

Held ad thad eigi eftir ad taka sma tima ad venjast aftur ad setja klosettpappirinn i klosettid en ekki ruslafotu!

4 Comments:

At 19:15, Anonymous Nafnlaus said...

NY NY here we come. Er farin að telja niður í mínútum, hehe. Dj. hlakkar mig til.
Þú hefur greinilega algjörlega verið að fíla þig með öllum dýrunum. Þegar þú verður með slide sjóvið úr ferðinni þá setur á hraðspólun yfir þessar dýramyndir svo við höldum nú athygli og komumst jú eikkurn tímann heim heheheheheh
hlakka til að hitta þig í NY.

 
At 06:07, Anonymous Nafnlaus said...

Kristín maður segir Dj. Hlakka ÉG til !!!
Bara að benda á þetta svo að ég fái skammir en ekki Thelma litla hehe.
Geðveikt blogg.. geðveikt !
Counting down the days ..
Have fun in NY !!
sjáumst :)

 
At 07:38, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma!

Takk kærlega fyrir að leyfa okkur, því sem næst, að taka þátt í þessu með þér með öllum þessum frábæru pistlum þínum. Er strax byrjaður að leggja fyrir pening! :) Hlakka til að sjá þig!

Kv. Þorvarður.

 
At 20:02, Anonymous Nafnlaus said...

Kristín E. sagði mér frá blogginu þínu og varð að kíkja en við hjónin erum á leiðinni í 11 mánaða ferðalag round the world. En fannst sérstaklega gaman að opna síðuna þína og sjá Galapagos þ.s. við vorum þar í apríl á síðasta ári. Og skildum eftir kort handa múttu sem hún ekki enn búin að fá, en greinilega horfið miðað við þinn póst! Tek undir að Galapagos algjörlega einstakur staður. Að snorkla með sæljónunum var upplifun sem aldrei gleymist (og ýtt undir áhuga okkar að læra að kafa). Og igunarnar, og risaskjaldbökurnar, og blue foot boobies, og friget birds, og.... Algjörlega einstakur staður (og já, eigum líka allt allt of mikið af myndum af sæljónum ;-)

Vorum líka í Quito, og tæpar þrjár vikur í Perú (tókum reyndar lestina til Machu Picchu and what a place), og fórum í frumskóginn sem heitt, sveitt, drullugt og frábært. Fórum einnig til La Paz og stoppuðum við Lake Titicaca og gistum eina nótt á Taquile. Sem sagt rifjar upp margar góðar minningar að lesa ferðasöguna ykkar.

Og í næstu ferð ætlum við að koma við í Argentínu, Chile og Brasilíu og mun styðjast við punktana ykkar við skipulagninguna.

Bestu kveðjur frá einni ókunngri en sem fannst rosalega gaman að rekast á ferðasöguna ykkur (og að vita að fleiri Íslendingar fengið að upplifa Galapagos þó kortið til múttu hafi greinilega gufað upp á leiðinni!)

Bestu kveðjur,
Ása

 

Skrifa ummæli

<< Home