fimmtudagur, maí 11, 2006

Equador

Frá Banos/Rio Verde lá leidin í tveggja daga frumskógarferd, the Amazon Basin. Thar roltum vid um skóginn og Adonois ( eda hvad thad var sem guidinn hét) sýndi okkur hitt og thetta snidugt og sagdi okkur midur skemmtilega sogu af fraendfólki sínu sem ákvad ad stytta sér leid heim til Colombiu frá Equador í gegnum frumskóginn. Ferd sem átti ad vera nokkra klst. endadi á ad vera 34 dagar, allir héldu ad thau vaeru komin heilu holdnu heim. Svo frumskógurinn er enginn barnaleikur, nema ad thú heitir Thelma og sjáir einstaklega krúttlegan apakott :O)
Vid gistum í kofum inn í skógi. Thangad fórum vid á kanóum og highlightid var thegar einn kanóinn sokk med manni og mús. Vid í okkar bát sigldum skellihlaejandi framhjá.
Vid hittum lokal fólk sem sýndi okkur hvernig madur býr til leirpotta úr frumskógardrullu og svo fengu 2 úr hópnum áruhreinsun hjá "shaman" e-s konar frumskógartofralaekni sem var vopnadur hrísivendi og vindlareyk! Thau sváfu allavega vel um nóttina svo thetta hefur orugglega virkad.

Vid gistum eina rigningarnótt hjá Franco stórskrítna tjaldstaediseigendanum í Rio Verde
ádur en vid héldum áfram. thad helltust nokkrir úr lestinni, svona eins og 10 litlu negrastrákarnir. Gil og Liz drifu sig í tveggja daga ferd til Galapagos og Kate var ordin leid á fjollum og fór thví beint til Quito. Vid hin fórum til baejarins Rio Bamba. Thar skruppum vid í lestarferd. Sátum í 7 tíma upp á thaki á rydgadari lest t.a. upplifa eina erfidustu lestarferd í heimi. Mér leist nú ekkert á thetta í byrjun, rignigarúdi + kuldi og ég velti thví fyrir mér hvad fékk mig t.a. vakna kl 5 um nótt og setjast upp á lest. En thetta var skemmtilegt svona eftir á. Thad fyndna er ad thegar vid komum ad adalpunktinum, devils nose, thar sem lestin tharf ad sikksakka upp fjall, thá voru nú ansi margir steinsofandi upp á thaki og misstu af ollu fúttinu.

Seinustu nóttina okkar í tjaldi eyddum vid í thjódgardi hjá eldfjallinu Cotapaxi, sáum óskop litid af fjallinu fyrir thoku en llamadýrin baettu upp fyrir thad.

Í Quito byrjudum vid á ad fara ad midju heimsins, 0.0 grádur sem er midbaugurinn. Reyndar er spurning um hvort midbaugurinn liggji 200 m. lengra í burtu en thessi stadur bara hentad betur fyrir minnismerki og túristabúllur!
Daginn eftir skrapp ég ásamt Jos og Mike til Otovalo t.a. skoda markad. Var ordin hálffúl eftir 3 tíma akstur, fullt af odrum hlutum sem ég thurfti ad gera í Quito. En thegar vid komum thangad thá var thetta alveg thess virdi. Mjog litríkur markadur og allur lókallinn í sínum bestu fotum. tharna var m.a. haegt ad kaupa lifandi kjuklinga og fl. dýr til matar. Ég fékk nú svolítid slaema samvisku thegar ég sá litlu naggrísina og ákvad ad borda aldrei aftur naggrís.

Seinasta kvoldid med hópnum fórum vid og bordudum indverskan mat. Hann var alveg einstaklega gódur thrátt fyrir slowmo thjónustu og kakkalakka á veggjunum.

Og hvar er ég núna? Á GALAPAGOS !!!!! Má ekki vera ad thví ad skrifa meir tharf ad fara og spjalla vid saeljónin og saekempurnar og risaskjaldbokurnar og alla hina vini mína :O)

7 Comments:

At 15:05, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Jæja,þá hefur stóri draumurinn rætst hjá þér að vera á meðal íbúa Galapagoseyjanna
Þetta er alltsaman frábært hjá þér
Undirbúningur heimkomu þinnar er hafinn og allir bíða fullir tilhlökkunar
sjáumst eftir 12og 1/2 sólarhring
vonandi heyrist frá þér þegr þú kemur til Miami
kv ma&pa

 
At 20:50, Anonymous Nafnlaus said...

Vá maður ferðalagið bara búið. Vika í hitting hjá okkur í NY. Hlakka gegt til. Er komin með ferðatöskurnar upp og alles. Annars svaka hestahelgi framundan. Bara brjálað að gera hjá minni ;)))
Sjáumst

 
At 06:08, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ
Geturðu ekki fundið skjaldbökuegg og komið með heim og látið klekjast út. Bara hugmynd. Annars hljómar eyjan eins og ævintýri fyrir þig. Er þetta ekki langskemmtilegast af allri ferðinni? Við erum farin að hlakka til að sjá þig. Styttist í heimkomu. Segðu mér svona í hreinskilni "Hefurðu fengið niðurgang í ferðinni??" Smá einkahúmor. Ég er enn spá í að koma til NY. Alltaf að skoða verðið á flugi. Ekki búin að gera ráðstafnir út af vinnu svo þetta rennur mér úr greipum. Annars er búið að vera gott veður, um 18°c og sól. Við Tryggvi erum búin að fara 2 sinnum í Nauthólsvík í sólbað þ.e. ekki liggjandi sólbað heldur svona sólbað þar sem maður þarf að dífa tánum í kaldan sjóinn til að bjarga Tryggva frá drukknun. Það var mjög gaman fyrsta daginn´í Nauthólsvíkinni því þá fórum við fyrir hádegi. En næsta dag fórum við um fjögur leitið og þá var VIP lið mætt á staðinn ásamt Mogganum, Fréttablaðinu, sjónvarpstöðvum að taka myndir af fólki í sólbaði. Það er ein skitin vík á Íslandi sem hægt er að kalla sólbaðsströnd og þeir þurfa að koma á hverju ári og mynda léttklæddar fitubollur. Ég meina það er ekki til nóg af myndum í myndasafninu úr Nauthólsvík ""látið okkur í friði""

 
At 00:34, Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta er alveg meiriháttar! Ég held að þú myndir aldrei fá leyfi til að taka þátt í Survivor. Þú þekkir frumskóginn orðið alltof vel til þess! :)

Góða skemmtun á Galapagos. Þú gætir svo sem verið stödd á ómerkilegri stað í heiminum. :)

Hlakka til að sjá þig!

Kv. Þorvarður.

 
At 07:09, Anonymous Nafnlaus said...

HÆ Thelma það er allataf jafn gaman að lesa það sem þú skrifar. Var að detta í hug að David væri komin til ára sinna og að þú værir verðugur arftaki.Hlakka til að sjá þig 24
kv.
Eva

 
At 11:02, Blogger hrafnhildur said...

bú effing hú!! Bumban er bara orðin fyrir mér en að öður leyti gæti ég alveg séð mig fyrir mér með þér þarna, þú skoðar botndýrin og ég skála með sæljónunum ;o)
Leiðinlegt að geta ekki verið með í "welcome home" partýinu.. Sakna þín alveg híps and híps. Vonandi fæ ég eitthvað að sjá þig samt vonandi í sumar.
ýra

 
At 19:43, Anonymous Nafnlaus said...

Ó vá ! ætli þú komir nokkuð heim úr þessu.. Ég meina, þú ert komin til fyrirheitna landsins..
Mannstu eftir Gúrdúlú ? (gaurinn sem lifði sig svo mikið inn í allt að hann bara varð allt það sem hann kom nálægt.. þú verður þannig .. breytist í Sæljón eða eðlu hehe.. finnst aldrei aftur..
Ótrúlegt að þú sért að fara að koma heim.
Hafið það gott í NY og svo SJÁUMST VIÐ !!!!! :) :) :) :) :) :) :) :) :)
(March of the smileys)

 

Skrifa ummæli

<< Home