þriðjudagur, maí 16, 2006

ET phone home

Galapagos...............

.......er alveg orugglega einn besti stadur a jordinni!Thvilikt aedisleg vika, var mjog nalaegt thvi ad koma ekki til baka og gerast saeljon ad atvinnu.

Byrjadi ad thvi ad hitta guidinn okkar Ruben a flugvellinum sem dreif okkur i straeto og nidur ad hofn a eyjunni Baltra. Thar komst madur strax i kynni vid dyralifid, Ruben thurfti ad reka i burtu saeljon, sem svafu i mestu makindum, svo vid kaemumst i smabatinn sem flutti okkur um bord a Aida Maria.Ferdafelagar minir voru flestir i alheimsfelagi eldri borgara. Eg dro medalaldurinn nidur um nokkra aratugi sem mer fannst nu bara einstaklega fyndid. Eitt parid var serstaklega kruttlegt, hjon a niraedisaldri fra LA og hann enn ad praktisera sem laeknir! Thau hittust fyrst a officeraballi i seinni heimstyrjold og hofdu verid gift i 62 ar!

En ad odrum dyrategundum. Vid sigldum i 7 daga a milli eyjanna. Stoppudum a eyjunum Baltra, plaza, Santa Fe, Espanola, Floreana, Santa Cruz, Rapida, Bartolome og Santiago.Aedislegt ad snorkla med saeljonum, hakorlum, skjaldbokum, fuglum og skrautfiskum. Aedislegt ad labba um eyjarnar og fylgjast med albatrossum, blue footed boobies, pelikonum, flamingofuglum, freygatufuglum, finkum, mockingbirds, krobbum, landkembum, saekembum, hraunedlum.
Kaktustren virkilega flott og allt landslagid. Merkilegt hvad hver eyja er mismunandi, allar hafa sin serkenni.(Held ad thad vaeri rad ad skrifa e-a punkta nidur thegar eg kem naest, allt i einum graut i hausnum a mer i sambandi vid hvar eg sa hvad!)

Solitario Jorge betur thekktur sem lonesome George var bara ekkert svo einmanna. Hann er reyndar sa eini sem er eftir af sinni tegund, th.e. risaskjaldbaka fra eyjunni Pinta. En hafdi ser til skemmtunar tvaer kvennskjaldbokur af theiri teg. sem er skyldust honum. Svo eg held ad honum se nu engin vorkunn.

For i eina kofun vid Rapida og thad var gaman, en thad var alls ekkert sidra ad snorkla med oll dyrin i kringum mann.

Fann engin postkort t.a. taka med heim fra Floreana, skyldi tvo eftir svo thad verdur gaman ad sja hvort og hvenaer thau komast til skila.

Baturinn finn. Sem betur fer vedjadi eg ekki um hver af gamingjunum minum fengi hjartaafall thvi thau lifdu oll ferdina af og vel thad, haha.Fabian thjoninn okkar minnti mig a Kato i Bleika pardusnum, hann redst tho ekki a neinn af gestunum!

Tok fullt af myndum. Thar af var svona helmingurinn af saeljonum og restin af fuglum og edlum! Svo thid getid hlakkad til. Se alveg fyrir mer uppgerdarahugan hja sumum thegar eg segi " og her er mynd numer thrjuhundrud og tolf af saeljoni sofandi a strond" :O).

For fra Quito thann 15 og er nu stodd i grenjandi rigningu a South Beach, Miami. Yfirthyrmandi mikid af verslunum og ollum mogulegum thaegindum, labbadi bara um og langadi ad kaupa allt! Thad er tho ekki ad skilja sem svo ad thad seu engar budir i S-Am! En madur ser toluverdan mun. Annars eru vidbrigdin ekki svo mikil thvi onnur hver manneskja herna talar bara spaensku.

Held ad thad eigi eftir ad taka sma tima ad venjast aftur ad setja klosettpappirinn i klosettid en ekki ruslafotu!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Equador

Frá Banos/Rio Verde lá leidin í tveggja daga frumskógarferd, the Amazon Basin. Thar roltum vid um skóginn og Adonois ( eda hvad thad var sem guidinn hét) sýndi okkur hitt og thetta snidugt og sagdi okkur midur skemmtilega sogu af fraendfólki sínu sem ákvad ad stytta sér leid heim til Colombiu frá Equador í gegnum frumskóginn. Ferd sem átti ad vera nokkra klst. endadi á ad vera 34 dagar, allir héldu ad thau vaeru komin heilu holdnu heim. Svo frumskógurinn er enginn barnaleikur, nema ad thú heitir Thelma og sjáir einstaklega krúttlegan apakott :O)
Vid gistum í kofum inn í skógi. Thangad fórum vid á kanóum og highlightid var thegar einn kanóinn sokk med manni og mús. Vid í okkar bát sigldum skellihlaejandi framhjá.
Vid hittum lokal fólk sem sýndi okkur hvernig madur býr til leirpotta úr frumskógardrullu og svo fengu 2 úr hópnum áruhreinsun hjá "shaman" e-s konar frumskógartofralaekni sem var vopnadur hrísivendi og vindlareyk! Thau sváfu allavega vel um nóttina svo thetta hefur orugglega virkad.

Vid gistum eina rigningarnótt hjá Franco stórskrítna tjaldstaediseigendanum í Rio Verde
ádur en vid héldum áfram. thad helltust nokkrir úr lestinni, svona eins og 10 litlu negrastrákarnir. Gil og Liz drifu sig í tveggja daga ferd til Galapagos og Kate var ordin leid á fjollum og fór thví beint til Quito. Vid hin fórum til baejarins Rio Bamba. Thar skruppum vid í lestarferd. Sátum í 7 tíma upp á thaki á rydgadari lest t.a. upplifa eina erfidustu lestarferd í heimi. Mér leist nú ekkert á thetta í byrjun, rignigarúdi + kuldi og ég velti thví fyrir mér hvad fékk mig t.a. vakna kl 5 um nótt og setjast upp á lest. En thetta var skemmtilegt svona eftir á. Thad fyndna er ad thegar vid komum ad adalpunktinum, devils nose, thar sem lestin tharf ad sikksakka upp fjall, thá voru nú ansi margir steinsofandi upp á thaki og misstu af ollu fúttinu.

Seinustu nóttina okkar í tjaldi eyddum vid í thjódgardi hjá eldfjallinu Cotapaxi, sáum óskop litid af fjallinu fyrir thoku en llamadýrin baettu upp fyrir thad.

Í Quito byrjudum vid á ad fara ad midju heimsins, 0.0 grádur sem er midbaugurinn. Reyndar er spurning um hvort midbaugurinn liggji 200 m. lengra í burtu en thessi stadur bara hentad betur fyrir minnismerki og túristabúllur!
Daginn eftir skrapp ég ásamt Jos og Mike til Otovalo t.a. skoda markad. Var ordin hálffúl eftir 3 tíma akstur, fullt af odrum hlutum sem ég thurfti ad gera í Quito. En thegar vid komum thangad thá var thetta alveg thess virdi. Mjog litríkur markadur og allur lókallinn í sínum bestu fotum. tharna var m.a. haegt ad kaupa lifandi kjuklinga og fl. dýr til matar. Ég fékk nú svolítid slaema samvisku thegar ég sá litlu naggrísina og ákvad ad borda aldrei aftur naggrís.

Seinasta kvoldid med hópnum fórum vid og bordudum indverskan mat. Hann var alveg einstaklega gódur thrátt fyrir slowmo thjónustu og kakkalakka á veggjunum.

Og hvar er ég núna? Á GALAPAGOS !!!!! Má ekki vera ad thví ad skrifa meir tharf ad fara og spjalla vid saeljónin og saekempurnar og risaskjaldbokurnar og alla hina vini mína :O)