mánudagur, mars 20, 2006

Frá Brasilíu til Argentínu.

Jaeja thá er ég maett aftur.

Vid vorum 3 naetur í Par(a)ty vid Atlandshaf eftir Rio. Thar var farid í bátsferd en annars fór tíminn í ad bolva thessum helvítis hita í thessu gudsvolada landi, hitinn fór yfir 40º. Ég eyddi dágódri stund undir skuggsaelu tré á strondinni, svona thegar ég nennti ad hreyfa mig og labba thangad, og hugsadi fallega til kuldans í Andersfjollunum.

Naestu 3 dagar fóru í langa keyrslu til Iguacu fossanna. Fannst thad mjog áberandi hvad allt leit "betur" út í sudur Brasilíu, th.e. húsin betri og ollu betur vid haldid. Sudurhlutinn greinilega ríkari en nordrid. Vid gistum eina nóttina á furdulegu tjaldstaedi. Thad var ekkert merkt og vid bjuggumst bara vid bushcamp-i en svo blasti vid okkur huges stadur med sundlaugum, rennibrautum og litlu vatni med bátum. Thad merkilega var ad thad var enginn tharna. Ég sá fyrir mér e-d twighlight zone daemi thar sem tjoldin myndu hverfa mysteriously med manni og mús yfir nóttina, ha ha.
Iguacu fossarnir voru eins og hver annar foss á Íslandi. Til ad lýsa theim nánar thá voru their eins og ef ollum fossum á Íslandi vaeri plantad á sama stad í somu ánni, nokkud stórfenglegir! Vid Jos og Tom byrjudum á ad fara í thyrluflug t.a. fá yfirsýn yfir svaedid. Skemmtilegt ad fara í thyrlu, aldrei gert thad ádur.
Vid fórum hluta úr degi ad skoda Itaipù vatnsorkuverid. Eitt thad staersta í heimi, framleidir 25% af allri raforku í Brasilíu og 90 % raforku í Paragúae. Hélt svo sem alveg vatni yfir thessu, fannst adallega fyndid ad horfa á propaganda myndina theirra um allt hamingjusama fólkid í S-Am. sem nýtur góds af orkuverinu thví vatnsorka er svo aedisleg. Svo var tharna slatti af Japonskum túristum og their eru nú alltaf gód skemmtun.

Naesta stopp var á Estancia Los Potreros. Thetta er Ensk-Argentískur nautgripa/hesta búgardur og vid fórum í tveggja daga hestaferd um svaedid í kring. Fjolskyldan er nokkud spes. Forfedur theirra komu frá Bretlandi til Argentínu 1825 og thau tala enn ensku og allir drengir í fjolskyldunni eru sendir til Englands til ad mennta sig. Allt frekar posh í kringum thau. Reidtúrinn var frábaer thrátt fyrir eymsli á ónefndum stodum. Fyndinn hundur sem fylgdi okkur allan tímann, enginn vissi hvadan hann kom thví thau á búgardinum áttu hann ekki. Var voda ljúfur á daginn en eyddi svo megninu af nóttunum í ad gelta. Ég held persónulega ad hann hafi verid ad senda morsetákn til e-a nálaegra geimvera, eitt gelt stopp 5 gelt stopp 3 gelt stopp osv. :O). Vid fórum líka í skotkeppni, thar sem vid reyndum ad hitta í mark med rifflum, ég var mjog ánaegd med mig, hitti 0rugglega 2x á skífuna! Var svo valin besti reidmadurinn af hópnum og fékk gestathraut búna til úr skeifum frá búgardinum í verdlaun.

Hofum nú verid 2 daga í Salta, baer í nordvesturhluta Argentínu. Í gaerkveldid eftir góda máltíd, sem innihélt m.a. nautakjot ( thad er nú ekki haegt ad borda annad í Argentínu) og kampavín (svona er nú overlanding hardcore ferdamáti, ha ha), kíktum vid í casino á stadnum. Ég hélt mig nú á mottunni og eyddi bara 20 pesoum, Kieran og Lou voru mun duglegri en komust thó tiltolulega óskoddud frá ollu saman um seint og sídir í nótt.

Planad ad fara í rafting á morgun en svo holdum vid áfram og verdum líklega 3 daga í Chile um naestu helgi. hitinn er ordinn baerilegri, vaknadi nýlega einn morguninn ad drepast úr kulda. Tharf helst ad fjárfesta í nýjum svefnpoka thví mér tókst ad tala vitlausan poka med mér í ferdina. Skyldi minn góda eftir heima og er med e-n crap svefnpoka sem dugar skammt í naeturkuldanum í fjollunum. Last minute packing býdur upp á svona mistok!

fimmtudagur, mars 02, 2006

Nýr hópur

Seinustu tveir dagarnir í Rio fóru nú adallega í sjónvarpsgláp og svefn. Held ad ég hafi nád í fulglaflensu í sambaskrúdgõngunni, a.m.k. fjadraflensu af õllum skrautfjõdrunum á karnivalinu!
.......Aetli thad sé ekki líklegra ad thetta sé bara óskõp venjulegt kvef og hósti. :O)

Vid fórum frá Rio í morgun og erum núna á tjaldstaedi í bae sem heitir Paraty. Thad eru 14 adrir trukkar á svaedinu th.a. thetta lítur út eins og tjalborgirnar á Thjódhátíd. Vid eigum líklega eftir ad rekast á adra overland trukka naestu vikuna en svo fer ad greidast úr thessu, allar leidir liggja frá Rio thessa dagana.

Hópurinn virdist ágaetur, thad er svo sem aldrei alveg ad marka first impressions. Fyrir utan mig og Lou sem var med mér í seinust ferd eru Charlotte & John, par í kringum 40 frá Kanada. Restin er frá Bretlandi, thrjár stelpur í kringum 25, Kathy, Kate & Jos. Sídastur en ekki sístur Tom sem er 18 ára stráksi, var ad spá í thad í dag ad hann man õrugglega ekki eftir lífi án internets og gsm síma! Bron vinkona Lou baetist í hópinn eftir nokkra daga og Shaun sem var í sídustu ferd gaeti hugsanlega breytt plõnunum sínum og komid med líka. Hann hélt ad hann aetti flug til Bretlands og thadan til S-Afríku í dag en flugid reyndist thá hafa verid í gaer. Ef hann faer ekki flug t.a. ná overland ferdinni sem hann aetladi í í Afríku mun hann bara halda áfram ad ferdast um S-Am.