mánudagur, mars 20, 2006

Frá Brasilíu til Argentínu.

Jaeja thá er ég maett aftur.

Vid vorum 3 naetur í Par(a)ty vid Atlandshaf eftir Rio. Thar var farid í bátsferd en annars fór tíminn í ad bolva thessum helvítis hita í thessu gudsvolada landi, hitinn fór yfir 40º. Ég eyddi dágódri stund undir skuggsaelu tré á strondinni, svona thegar ég nennti ad hreyfa mig og labba thangad, og hugsadi fallega til kuldans í Andersfjollunum.

Naestu 3 dagar fóru í langa keyrslu til Iguacu fossanna. Fannst thad mjog áberandi hvad allt leit "betur" út í sudur Brasilíu, th.e. húsin betri og ollu betur vid haldid. Sudurhlutinn greinilega ríkari en nordrid. Vid gistum eina nóttina á furdulegu tjaldstaedi. Thad var ekkert merkt og vid bjuggumst bara vid bushcamp-i en svo blasti vid okkur huges stadur med sundlaugum, rennibrautum og litlu vatni med bátum. Thad merkilega var ad thad var enginn tharna. Ég sá fyrir mér e-d twighlight zone daemi thar sem tjoldin myndu hverfa mysteriously med manni og mús yfir nóttina, ha ha.
Iguacu fossarnir voru eins og hver annar foss á Íslandi. Til ad lýsa theim nánar thá voru their eins og ef ollum fossum á Íslandi vaeri plantad á sama stad í somu ánni, nokkud stórfenglegir! Vid Jos og Tom byrjudum á ad fara í thyrluflug t.a. fá yfirsýn yfir svaedid. Skemmtilegt ad fara í thyrlu, aldrei gert thad ádur.
Vid fórum hluta úr degi ad skoda Itaipù vatnsorkuverid. Eitt thad staersta í heimi, framleidir 25% af allri raforku í Brasilíu og 90 % raforku í Paragúae. Hélt svo sem alveg vatni yfir thessu, fannst adallega fyndid ad horfa á propaganda myndina theirra um allt hamingjusama fólkid í S-Am. sem nýtur góds af orkuverinu thví vatnsorka er svo aedisleg. Svo var tharna slatti af Japonskum túristum og their eru nú alltaf gód skemmtun.

Naesta stopp var á Estancia Los Potreros. Thetta er Ensk-Argentískur nautgripa/hesta búgardur og vid fórum í tveggja daga hestaferd um svaedid í kring. Fjolskyldan er nokkud spes. Forfedur theirra komu frá Bretlandi til Argentínu 1825 og thau tala enn ensku og allir drengir í fjolskyldunni eru sendir til Englands til ad mennta sig. Allt frekar posh í kringum thau. Reidtúrinn var frábaer thrátt fyrir eymsli á ónefndum stodum. Fyndinn hundur sem fylgdi okkur allan tímann, enginn vissi hvadan hann kom thví thau á búgardinum áttu hann ekki. Var voda ljúfur á daginn en eyddi svo megninu af nóttunum í ad gelta. Ég held persónulega ad hann hafi verid ad senda morsetákn til e-a nálaegra geimvera, eitt gelt stopp 5 gelt stopp 3 gelt stopp osv. :O). Vid fórum líka í skotkeppni, thar sem vid reyndum ad hitta í mark med rifflum, ég var mjog ánaegd med mig, hitti 0rugglega 2x á skífuna! Var svo valin besti reidmadurinn af hópnum og fékk gestathraut búna til úr skeifum frá búgardinum í verdlaun.

Hofum nú verid 2 daga í Salta, baer í nordvesturhluta Argentínu. Í gaerkveldid eftir góda máltíd, sem innihélt m.a. nautakjot ( thad er nú ekki haegt ad borda annad í Argentínu) og kampavín (svona er nú overlanding hardcore ferdamáti, ha ha), kíktum vid í casino á stadnum. Ég hélt mig nú á mottunni og eyddi bara 20 pesoum, Kieran og Lou voru mun duglegri en komust thó tiltolulega óskoddud frá ollu saman um seint og sídir í nótt.

Planad ad fara í rafting á morgun en svo holdum vid áfram og verdum líklega 3 daga í Chile um naestu helgi. hitinn er ordinn baerilegri, vaknadi nýlega einn morguninn ad drepast úr kulda. Tharf helst ad fjárfesta í nýjum svefnpoka thví mér tókst ad tala vitlausan poka med mér í ferdina. Skyldi minn góda eftir heima og er med e-n crap svefnpoka sem dugar skammt í naeturkuldanum í fjollunum. Last minute packing býdur upp á svona mistok!

8 Comments:

At 18:37, Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég nú ánægð að vera búin að heyra í þér..
Mamma þín hringdi áðan og var að forvitnast um hvort að ég væri búin að heyra í þér.
Ég sé alveg fyrir mér Motorcycle diaries þegar þeir voru i Argentínu..
Það er gott að vita að þú sért að hafa það gott.. þrátt fyrir hitan.
Vonandi heyrum við í þér sem fyrst aftur.
Knús og mús :)

 
At 10:07, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með titilinn! Ótrúlega hefur verið gaman að skoða umhverfið á hestbaki. Ég hef lesið um svona ensk samfélög í Argentínu en trúði því varla að þetta væri svona sterkt í fólkinu, mjög sérstakt.
Vinnufélagi minn er frá Salta og hann er einmitt núna heima hjá sér í sumarfríi, bið að heilsa honum ef þú sérð hann ;).

Hafðu það gott og skemmtu þér vel :)
Helena

 
At 16:26, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ og gaman að heyra aftur frá þér.
til að svara spurningunni á msn - þá er ég búin að fá fæturnar mínar aftur. tveggja daga kvöl en vel þess virði fyrri geðveika árshátíð. held hreinlega að ég hafi aldrei farið á eins skemmtilega árshátíð.
annars er mín að fara að prufa að vera mamma í tvo daga. verð að passa engilinn hann lúðvík guðna og koma honum í leikskólann og alles. hlakkar rosa til.
annars er mín barasta orðin svaka dönsk - er nottla undir áhrifum frá þóru. sullandi í léttvíninu eins og þú og það meira að segja á virkum degi og vinna daginn eftir. er eikkvað svo gaman þegar mar er með gest að fá sér í glas...
heyrumst

 
At 22:21, Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf ánægjulegt að tékka á thelmubloggi á miður skemmtilegum vöktum. Bloggið bjargar!! :-)
Ég er ákaflega ángæð með að þú hafir skellt þér á hestbak, og er ekkert hissa á að þér hafi fundist það frábært. Ég bíð þér á hestbak þegar þú kemur heim !!!! Nema þú auðvitað stígir alvöru stórt skref inni hestamennskuna og komir með mér á Landsmót hestamanna í júlí!! Je je je... hvernig væri það nú Thelma hross.!!
´
Góða ferð áfram og skemmtu þér.
knúsimús (oojjj... en væmið)
Ása

 
At 09:01, Anonymous Nafnlaus said...

"Bloggið bjargar" .. töff ! má ég nota þetta quote ef með þarf ? He he hó.
Ertu ennþá að drepast eftir hestaferðina.. er stundum erfitt að setjast við blogg skriftir á síðkvöldum ? (sbr. "Ertu stundum einmana á síðkvöldum ?" í stuðkompamí myndinni "Með allt á hælunum" )
Alles gut að frétta héðan..
Har det bra Broian :)

 
At 07:58, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra frá þér aftur.... ég er bara heima, krílin með hlaupabólu og Siggi í Nottingham að vinna, takk fyrir að stytta mér stundirnar með ævintýrasögum :o)
kv
Kristín E.

 
At 10:26, Anonymous Nafnlaus said...

You lazzzzzyyy schrieber you !!!!

 
At 05:21, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að lesa það sem þú skrifar Thelma. Ég er helst að hugsa um að prenta þetta út og fara með til útgefana. Þú ert svaka penni litla systir. Ég hlakka til þegar þú kemur heim og datt í hug hvort við gætum ekki haft svona fjölskyldukvöld (þú ert svo mikið fyrir það) og þú sagt okkur frá öllu í smáatriðum og sýnt okkur myndir. Við myndum auðvitað borða eitthvað gott með. Farðu nú varlega svo að pabbi haldi heilsu og hafðu það gott.

 

Skrifa ummæli

<< Home