þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Rio Karnival

Komum a hótelid okkar i Rio thann 23. Thar maettu okkur fleiri tugir af odrum Drangoman/Encounter ferdalongum, fyrirtaekid bókadi heilt hótel fyrir alla sem eru a theirra vegum ad ferdast um S-Ameriku. Kaosid var eftir thvi oll herbergjaskipan i algjorri vitleysu. Byrjadi a ad fara upp a herbergi sem ég taldi mér hafa verid úthlutad, dreif mig i sturtu og var ekkert ad setja karlmannsnaerbuxurnar sem héngu til therris inn a badi fyrir mig. Vard thad svo ljós ad thad var líklegra ad ég vaeri í rongu herbergi en ad mér vaeri aetlad ad deila rúmi med e-m náunga sem ég hefdi aldrei hitt!

Karnivalid byrjadi med Red & Black ball a fostudaginn. Themad ad allir áttu ad vera i raudum og/eda svortum fotum sem vid í mínum hóp fórum samviskusamlega eftir. Held ad félag litblindra Riobúa hafi ákvedid ad fjolmenna a ballid thetta árid thvi litaflóran fór nú adeins út fyrir rautt og svart! Annars var thetta bara eins og ad vera á saemilega stórum skemmtistad. Skemmti mér bara ágaetlega, thetta var allt svo yndislega hallaerislegt af thad var ekki haegt annad en ad hafa gaman af.

Á laugardaginn byrjudum vid á ad fara í sightseeing tour, komumst nú ekki lengra en ad fara upp á Sugar Loaf Mountain thví vid vorum nokkur sem hofdum keypt okkur mida á fótboltaleik. Thad var mikil upplifun, leikurinn var á Macarana stadium sem er staersti fótboltavollurinn í S-Ameríku. Flamengo og Botafogo ad spila. Ég ákvad ad lifa mig svakalega inn í thetta og keypti mér Flamengobol nr.10 merktan e-m Pedrobras. Sá ad Pedrobras hlyti ad vera mjog fjolhaefur leikmadur thví hann virtist líka vera a.m.k nr. 7 og 9. Mér var thá nádsamlegast bent á ad Pedrobras vaeri olíufélag sem sponsoradi lidid en ekki nafn á leikmanni, haha.
Gífurleg stemmning á leiknum, madur gat ekki annad en sungid og klappad med, flame... flame... flame... flamengo! Ég sver thad ad madurinn sem sat fyrir framan mig grét thegar hitt lidid skoradi. En okkar lid sigradi ad lokum 3-2 og ég var bedin um ad skipta um bol ádur en ég faeri út af leikvanginum svo ég yrdi nú ekki lamin í klessu.

Sunnudagurinn fór m.a. í ferd í "favellu". Favela er nafnid á fátaekrahverfunum hér í Rio. Thad fer ekki mikid fyrir gódu gotuskipulagi, húsunum er e-n vegin hladid upp á hvert annad. Vid fórum med guide sem býr í hverfinu, thad er víst ekki rádlagt ad vera ad rolta tharna um á eigin vegum. Annars var thetta svo sem ekki eins alslaemt og madur hefdi aetlad. Thad má meira ad segja finna hús med sundlaugum og ollum thaegindum, fólk virdist ekkert vera aest í ad flytja burt thó thad eignist e-a peninga.

Í gaer komumst vid loks ad skoda kristlíkneskid sem gnaefir yfir Rio,thad er á kletti sem er yfir 700 m yfir sjávarmáli. Audvitad ekki haegt ad koma til Rio án thess ad skoda thessa styttu og oll japanska thjódin greinilega sammála mér midad vid urmulinn af litlum saetum japanatúristakvikyndum sem var tharna á sama tíma. Útsýnid gott, hefdi verid enn betra ef thad hefdi verid heidskýrt. Annar stadur sem madur verdur ad heimsaekja er Copacobana strondin og thangad fór ég líka. Í stuttu máli thá er thetta strond eins og allar adrar strendur nema thessi heitir Copacobana!
Gaerkveldid fór í sambadróme. Sambaskrúdgonguna sem Karnivalid gengur út á. Ótrúleg stemmning, mjog flott show sem sambaskólarnir leggja mikid í. Held ad their séu allt árid ad undirbúa thessa nokkru daga á ári. Oryggisgaeslan fyrir skrautvagnana er mjog mikil thví samkeppnin á milli skólanna toluverd og í fyrra var víst hent bensínsprengju á einn vagninn t.a. skemma fyrir e-m skólanum!

Svona hefur Karnivalid sem sagt gengid fyrir sig hjá mér. Fyrir utan sambadróme hofum vid ekkert ordid neitt svakalega mikid vor vid partystemninguna sem ég bjóst vid ad sjá á ollum gotuhornum.

Á morgun hitti ég nýja hópinn minn sem ég mun ferdast med yfir til La Paz og geri rád fyrir ad yfirgefa Rio á morgun eda daginn thar á eftir.

5 Comments:

At 15:16, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó..
Bara rosa stuð í Ríó..
Voðalega hljómar þessi sturtu saga þín eins og byrjunin á Wembledon myndinni.. nema þá var hann óvart kominn inn í hennar herbergi.. og hún var í sturtu í sem sagt sínu herbergi.. hehe.
Það er greinilega bara búið að vera nóg að gera hjá þér hingað til.
Hvernig leggst svo í þig að fara að hitta nýjan hóp ?
Þú verður að lýsa því fólki líka.
Allt í gúddí að frétta héðan annars.
Reyndar er litli pjakkur búin að vera með hita og kvef alla helgina.. en það er allt að lagast.
Bið voðalega vel að heilsa og skemmtu þér nú áfram vel :)

 
At 19:30, Anonymous Nafnlaus said...

ég alveg elska að lesa bloggið þitt. þú og þín heppni, hehe. ertu nú samt viss um að þetta voru mistök með herbergin. kannski var þetta bara leynd tilraun að koma þér í hjónaband, lol.
Heyrðu endilega svaraði mailinu mínu sem fyrst - vil ekki panta á stykkin nema vera viss um að hafa skilið þig. Viljum ekki að það verði uppselt!

 
At 09:20, Blogger hrafnhildur said...

She was a show-girl, at the cobana.. kannastu ekki við lagið? It was the copa, cobacabaaaana, music and fasion where alvays the pasion at the Cooopa...
colío smúlío
Ýrus

 
At 09:20, Blogger hrafnhildur said...

She was a show-girl, at the cobana.. kannastu ekki við lagið? It was the copa, cobacabaaaana, music and fasion where alvays the pasion at the Cooopa...
colío smúlío
Ýrus

 
At 16:22, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma! Gaman að heyra að þú skulir skemmta þér svona vel! :o)

Ég hefði sko verið meira en til í að vera með þér á leiknum! Þess má geta að Macarana stadium er sá völlur sem á heimsmetið í áhorfendafjölda, en hvorki fleiri né færri en 199.854 manns sáu úrslitaleik Brasilíu og Uruguay árið 1950! Flestir voru þá standandi, en nú í dag er skylda að hafa alla áhorfendur í sætum. Því verður að teljast harla ólíklegt að þetta met verði slegið, a.m.k. ekki næstu áratugina.

Vona að þú hafir það sem allra best!

Kveðja, Þorvarður

 

Skrifa ummæli

<< Home