miðvikudagur, desember 21, 2005

4765....

... metrar var fjallid sem eg skutladist upp a i morgun. Eitt haesta fjallid i Venezuela. Vid forum thangad med klafi fra Merida. Thessi klafur er sa haesti og lengsti i heiminum og er i 4 afongum. Thad var aedislegt ad horfa yfir Merida og Andersfjollin fra thessum stad. Var alveg lafmod ad labba upp sma brekku. A leidinni nidur slepptum vid einum klafinum og lobbudum nidur ur ca 4000 m i ca 3500.

Fra Puerto Colombia forum vid til stadar sem heitir Barinas. Thar gistum vid i 2 naetur, eitt stort herbergi fyrir alla. Mjog fallegur stadur, stofuplontur i gardinum. Vid forum i tube- ing a Acequia river sem var tharna rett hja. Fengum svona stora sundkuta t.a. sitja i og "sigla" nidur ana, forum i gegnum fludir og madur valt nu nokkrum sinnum, var mjog gaman.

Vid Louise keyptum i matinn og eldudum eitt kvoldid, atti ad vera kjotbollur og kartoflumus. Kjotbollurnar urdu hins vegar ad e-i drullu th.a. mer leist nu ekkert a thetta. Gaman ad segja fra thvi ad stor kakkalakki kom fljugandi og settist vid hlidina a eldavelinni thegar eg var ad hraera i pottunum. Vil taka thad fram ad eg panikkadi ekki! Helt bara afram ad elda. Til ad gera langa sogu stutta tha reyndist maturinn bara mjog godur, allt klaradist.

A thessum stad var eitt mjog aumt hundsgrey. Horadur og allur ut i sarum, til ad gera hann enn verr utlitandi var buid ad spreyja e-m fjolublaum lit yfir sarin. Tokst ad taka eina mynd af honum, hann hoppandi gladur yfir thvi ad e-r syndi honum ahuga. Er komin med eitt myndathema i ferdinni sem eg kalla flaekingshundar i Sudur Ameriku, gengur basicly ut a thad ad taka myndir af flaekingshundum a sem flestum stodum sem eg fer til! Ok, get svo sem alveg imyndad mer ad thad finnist engum odrum thetta merkilegt myndefni :O)

Hef ekkert sed neitt gifurlega mikid af skordyrum, fyrir utan kakkalakkann eru thad adallega maura, bara 2 kongulaer og eina dauda fiskiflugu sem var svona 3x staerri en madur a ad venjast heima. Get alveg labbad i berfaett i grasinu og um allt an thess ad vera ad spa i ollum kvikindunum. Thad eru thessar osynilegu moskitoflugur sem eru verstar. Er komin med ansi morg bit a lappirnar og handleggina, klaear alveg hrikalega undan theim.

Vid komum hingad til Merida i gaer. Thessi baer liggur a milli haestu fjalla Venezuela og er med einn elsta haskolann i landinu. Herna er vist mikid af studentum. Turistar koma adallega t.a. fara i fjallgongur og e-d fleira svona utivistardaemi.

Vid forum 3 i gaer og fengum okkur is i Heladeria Coromota. Thessi isbud a Guiness metid yfir flestar istegundir i heimi, e-d um 700. Thaer eru samt greinilega ekki allar i bodi i einu. Fekk mer 3 teg. ein het englakoss, man ekki nafnid a hinum. Thad var t.d haegt ad fa hvitlauksis og bjoris svo e -d se nefnt Var bara mjog godur is, gaeti samt ekki lyst bragdinu!

Fyrir utan e-n vidbjod sem samanstod af e-u brauddeigi med eggjum og ogedslegum osti, sem eg fekk mer i morgunmat i P.Colombia er maturinn almennt mjog godur. Thad eru litlar likur a ad eg grennist e-d.

A morgun forum vid 2 ur hopnum i hestaferd og daginn eftir forum vid til Los llanos i 3. daga ferd. Thar forum vid m.a. ad leita af anacondum og krokodilum. Verdum sem sagt thar yfir jolin, veit ekki hvernig verdur med simasamband enn.

jaeja, verd ad fara ad kaupa litlu jolagjof. Sa svona "raeningja"lambhushettu thvi sa sem eg a ad kaupa fyrir hefur svolitlar ahyggjur af ad geta ekki notad visakortid sitt t.a. taka ut peninga. Datt i hug ad hann gaeti notad thessa hufu thegar visakortid virkar ekki.

Heyrumst sidar :O)

200 litrar af diselbensini kosta 10000 bolivar sem er ca 300 kall islenskar! Skotinn i ferdinni var mjog uppnuminn af thessu og tok mynd af bensindaelunni. ha ha.

14 Comments:

At 18:21, Anonymous Nafnlaus said...

Haha.. fyndið þetta með skotan og bensínið hehe.
Þetta virkar ekkert smá spennó og gaman hjá þér !
Já maður mundi nú ímynda sér að það væru fleiri skorðkvikyndi á ferðinni en það koma kannski fleiri í ljós síðar.
Gaman að heyra í þér ;o)
Hafðu það gott með Anacondunum og Krókódílunum.
Gleðileg jól ef þú "heyrir" ekki í mér fyrir jólin !

 
At 19:07, Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ
Gaman að fá fréttir af þér
og að það er mjög skemmtilegt hjá þér Farðu samt varlega innan um Anacondurnar þær eru örugglega leiðinlegir leikfélagar og krókódílarnir mjög falskir vinir
Bloggaðu fljótt aftur það er svo gaman að fylgjast með
hafðu það alltaf sem best
kv ma&pa

 
At 05:56, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Thelma
þetta er alveg hrikalega spennandi ferðalag hjá þér - algjört ævintýri! Mér finnst að þú eigir svo að setja upp ljósmyndasýningu þegar þú kemur heim, flækingshundaþemað hljómar mjög vel.
Hafðu það gott,
Fanney

 
At 10:05, Anonymous Nafnlaus said...

HÆHÆ... það er greinilega ógeðslega gaman hjá þér og okkur langar til þín í ævintýrin, sólina og hitann :o)
Góða skemmtun og gleðileg jól með krókódílunum
Kristín og Guðný

 
At 14:34, Anonymous Nafnlaus said...

4765..mar er nú bara abbó.
Hils pils...haltu áfram að skemmta þér!!
Anna panna

 
At 14:53, Blogger hrafnhildur said...

Blechuð, við notuðum svona fjólublátt sprey á hestana(sótthreinsandi sáravatn) þegar þeir voru að bítast so I'm keeping my fingers krossed að einhver hafi bara verið að aumka sig yfir hann.. Allavegna, Gleðileg jól Dúllan mín, bið að heilsa skátanum ;o)
Hafðu það óskaplea gott, sakna þín og vildi að ég væri með þér.
Ýra

 
At 00:07, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ,
Svo mín ætlar bara að eyða jólunum´i félagskap anaconda og krókidíla. Það verður mar saga handa barnabörnunum,hehe.
Annars var mín barasta að baka sörur - þú ættir nú að skreppa til mín í þorláksmessukaffi og fá nokkrar sjúklega góðar sörur... svo geturu bara snúið þér aftur að þessum skriðkvikindum þínum.
Annars er mín bara orðin voða merkileg, nebblega orðinn viðskiptafræðingur - búin að ná prófunum og lokaverkefnið í höfn. Jibbí. Farðu varlega dúllan mín og ég er nú bara stolt af þér - farin að vingast við kakkalakka og önnur fögur skriðdýr, hehe. Love ja. Gleðileg jól!!!

 
At 09:30, Anonymous Nafnlaus said...

Jólakveðja frá landi elds og ísa.
Hafðu það gott um jólin kjútípæ.
Gleðileg jól!!!
Anna Sigga

 
At 10:31, Anonymous Nafnlaus said...

Vildi bara smella á þig óskir um gleðileg jól, hugsa oft til þín. Hafðu það sem best.

Mér líst vel á flækingshunda myndaþema by the way.

þín Dabba

 
At 02:44, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma! Gaman að heyra frá þér! :o)

Mér hefur alltaf verið mein illa við þessi skordýr og kvikindi. Ég sá tvær stórar köngulær úti á Filippseyjum. Önnur þeirra var í vef, en það munaði örfáum cm að ég myndi stíga ofan á hina :o/ (var í sanddölum!). Ég átti reyndar kost á því að sjá þá þriðju og stærstu. Imee var að þrífa undir vaskinum og kallaði: "Varði! Komdu og sjáðu! Risastór könguló að éta kakkalakka!". Einhvern veginn hafði ég ekki áhuga á því að sjá þetta. Sorry Thelma, ég ætlaði ekki að fara að hræða þig.:o) Mín reynsla er reyndar sú að maður er miklu hræddari við tilhugsunina, en upplifunina. Mér var sagt að þessar köngulær sem ég sá á Filippseyjum væru algjörlega meinlausar.:o)

Ég er staddur í vinnunni núna þegar þessar línur eru skrifaðar. Klukkan er að verða 6 að morgni aðfangadags, ekkert að gera og ég er bara búinn að vera skrifa þetta skeyti og tefla á netinu frá kl.5. Algjör óþarfi að láta mann mæta svona snemma!:o/

Jæja Thelma mín! Þú verður að lofa mér því að hafa það rosalega gott um jólin. Við hugsum til þín!

Jólakveðja, Þorvarður.

 
At 14:32, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Thelma nú er aðfangadagur og allt er tilbúið hjá okkur við erum bara að bíða eftir steikinni. Það er gott að skordýrin eru frekar fá þá nýtur þú ferðarinnar betur, eða saknarðu kannski Þess að rannsaka þau? Ha ha. Við kíktum á foreldrana í gær það var fínnt förum svo í jólahangikjöt á morgun til þeirra. Söknum þín öll. Farðu varlega. Hafðu það gott og Gleðileg jól.

 
At 08:55, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Thelma Rún
Gleðileg jól
og takk fyrir okkur Nú er kl að nálgast miðnætti hjá okkur og jólin að hefjast hjá þér.Addi Þorvarður og Imí Sif voru hjá okkur í kvöld og svo koma Eva og fjölsk á morgun Við vorum með hugann hjá þér og þín var saknað við jólaborðið Vonum að þérlíði sem best og eigir ánægjuleg jól
Kv Ma&pa

 
At 12:20, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg Jól Thelma mín !!!
Núna er komin jóladagur og ég var að koma heim frá mömmu og pabba.
Við Gústi sváfum þar í nótt því við vildum ekki vera að raska ró hans.
Það var því voðalega notarlegt að vakna hjá mömmu og fá jólasúkkulaðið og spjalla..
Anna Mjöll gisti sko líka.
Vona að þú hafir haft það gott og haldir áfram að hafa það gott ;o)
Já og Takk kærlega fyrir jólagjöfina ;o)
Ciao !!

 
At 00:25, Anonymous Nafnlaus said...

Gledileg jol Thelms, bendi ter enn a ad hafa sokka yfir buxnaskalmum og teygjur yfir ermar i ljosaskiptum tvi ad ta bita flugurnar, tetta tokst mjog vel hja mer a sinum tima.

Bjorg

 

Skrifa ummæli

<< Home