Umkringd Astrolum kommunistarikinu nepal arid 2065.
Lenti i Kathmandu a fostudagsmorguninn eftir mjog thaegilega ferd. Maeli med Airbus 330 hja Qatar airlines. Var svo upptekin af ad troda i mig allar veitingarnar og glapa a einka sjonvarpsskjainn ad eg gleymdi alveg ad vera med samviskubit yfir ad hafa ekki kolefnisjafnad flugid mitt.
Kathmandu myndi seint kallast falleg borg. Her er allt frekar fataeklegt, rykugt og draslaralegt. Umferdin algjort kaos og merkilegt ad thad verdi ekki fleiri en 1600 arekstrar a viku (eda var thad a dag). Goturnar heita almennt ekkert, thad er ekki gott fyrir manneskju sem a erfitt med ad rata a Kopaskeri ( eru ekki bara tvaer gotur thar). Folk endalaust ad reyna ad selja ther e-d.
Um helgina rolti eg um Thamel hverfid sem er turista hverfid herna, adallega litlar budir med hinu og thessu skemmtilegu. Skodadi Hanuman doha, thad er einn af eldir baejarhlutunum med fullt af musterum, adallega Hindua og kikti a swayambhnath buddha musterid.
Hitti hopinn i gaer, 15 stk. af astrolum. 4 a "minum" aldri, restin eldri. Lyst mjog vel a thau oll. I dag forum vid i skodunarferd ad skoda fleiri musteri, sa lik og heilaga menn sem fara orugglega aldrei i bad.
i gaer var nyarsdagur Nepala, her er arid 2065 bs, ekki nog ad eg hafi ferdast milli heimsalfa heldur greinilega lika fram i timann!
Snemma i fyrramalid fljugum vid til Pokahara og byrjum ad trekka hja Anna purna.
3 Comments:
Takk fyrir að vera aftur farin að blogga :o) og góða skemmtun í Nepal... hlakka til að fylgjast með :þ
Hæ Thelma!
Frábært að fá þessa pistla frá þér! Ég er að vinna með nokkrum einstaklingum frá Nepal og þeim þykir mjög athyglisvert að systir mín skuli vera að ferðast á þeirra heimaslóðum. Ég hef sýnt þeim bloggið þitt og þau kannast vel við alla þá staði sem þú hefur nefnt.
Vona að þú njótir ferðarinnar og hafir það sem allra best!
Kv,
ÞFÓ.
Halló Thelma.
Við hérna í Blóbankanum sitjum spennt yfir blogginu þínu og ferðumst með þér í huganum. Ég hef ekki gengið á Esjuna síðan með þér. Hildur fór í laugardaginn. Egyptalandsferðin var mjög fín, menning, mannfjöldi og hiti.
Kveðja, Hjördís
Skrifa ummæli
<< Home