miðvikudagur, desember 14, 2005

Caracas

Kom á hotelid i Caracas eftir 28 tima ferðalag. Var orðin ansi þreytt.

For að kikja a jolatreð i Rockafellacenter i N.Y. Það var mjog flott, ljosashow á 15 min fresti með jolalogum þ.a. þetta var eins og ekta amerisk jolamynd. Mesta ævintyrið samt að koma ser med lestinni frá vellinum. Lenti i þvi a bakaleidinni ad fara of langt þ.a. eg lenti i e-s staðar i Brooklyn, held eg. Þurfti að taka stræto þaðan, hefi ekki vitað hvar hann stoppaði ef það hefði ekki verið e-r stelpa þarna ad biða. Mer fannst það otrulega spennandi að standa i skitakulda kl. að ganga eitt um nottina a e-m svolitið drungalegum stað i NY ad biða eftir stræto. Sa engin gengi svo þetta var orugglega ekki versta hverfið i bænum. Litil 2 hæða Doug og Carrie hus i kring.

Var heillengi ad fa bakpokann minn a vellinum i Caracas, ekkert allt of mikið skipulag þar. Endaði a að finna hann i e-i geymslu. Ferrer, karlinn sem naði i mig var alveg a leiðinni heim aftur þegar eg loksins kom ut af vellinum.

Fallegar grænar brattar hæðir a leiðinni fra vellinum til Caracas. Eitt af þvi fyrsta sem eg tok eftir var mengunin, var ad horfa a e-ð voda fallegt sky en sa svo ad það kom ur reykhafi, ha ha. Var ekki alveg ad skilja byggðaskipulagid fyrst. I hæðunum var fullt af litlum, illa byggðum husum hvert ofan a oðru. Hugsaði með mer ad það væri greinilega ekki starfandi "byggðarskipulagsnefnd" i Caracas. Rann svo upp fyrir mer ad þetta væru liklega fatækrahverfi sem væru ekki opinberlega inn i skipulagi. For að sja "venjuleg" hus þegar við komum inn i borgina.

Ætti ekki sens i umferðinni herna. Ekkert endilega verið að taka mark a akreinum, bara troðist þar sem maður kemst, stor merkilegt.

Hef enn ekki hitt ferðafelaga mina, kannski ekki allir mættir a staðinn. Hotelstaffið er mjog fint. Husvorðurinn gaf mer t.d. bara straumbreyti þegar eg var ad spa i hvar eg gæti keypt svoleiðis.

9 Comments:

At 14:27, Anonymous Nafnlaus said...

vá gaman að heyra frá þér skvís. bara gaman. gvöð hvað þetta er allt spennó. bíð spennt eftir næsta bloggi

 
At 19:50, Anonymous Nafnlaus said...

ggggg

 
At 19:53, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma fyrsta var bara prufa vissum ekki hvernig þetta er gert. Gaman að lesa það sem þú skrifaðir, endilega vertu dugleg að skrifa áfram og leyfðu okkur að upplifa þessa stórkostlegu ferð með þér.Farðu varlega en skemmtu þér líka vel.

 
At 08:59, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma, gott að þú ert einnþá lifandi, ég hefði örugglega dáið bara úr hræðslu einni saman að vera ein í brooklyn. Ertu viss um að þú átt ekki að borga fyrir spennubreytinn á einhvern hátt, ups. Láttu okkur vita áfram hvernig gengur, ef þú skrifar ekki á hverjum degi þá sendum við íslenska leitarsveit út til þín, bara að grínast, annan hvern dag. Skemmtu þér vel og vonandi stenst kieran væntingar eða er hann að lesa þetta með þér, bara að grínast hann er örugglega 130 kílóa breti með graftakíli á nefinu. bæbæ

 
At 09:46, Anonymous Nafnlaus said...

Vííí bara komin til Caracas !!
Það hljómar svoldið eins og það búi stór og ljótur galdrakall í Caracas ... (vorum við ekki að velta okkur upp úr þessu eitthvða áður en þú fórst ??) hehe.)

Var ekki bara ágætt að geta chillað svoldið svona í rólegheitunum í Brooklyn án þess að þurfa að horfa upp á mig eins og Dádýr að horfa á háuljósin á bíl sem kemur nær á ógnvekjandi hraða ?? hehe.

Er þetta bara vistlegt annars ?
Búin að hitta einhverja sam- ferðalanga ennþá ?

Gott að heyra í þér. .og skrifaðu nú fljótt aftur ;)
Mange hilsen skat !

 
At 12:57, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra frá þér, Óla Kallý sá að þú værir búin að blogga og við stukkum allar í tölvuna :o)
Góða skemmtun skvís....

 
At 13:10, Anonymous Nafnlaus said...

Ég stökk líka um leið og ég fékk að frétta.. maður fréttir ekkert hér á neðri hæðinni.
Góða skemmtun:)

 
At 19:52, Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir godar kvedjur oll
thelms

 
At 21:52, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Thelma!

Það er gott að vita að ferðin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig hingað til. Það er sjálfsagt ekki góð tilfinning að vera ein í New York, hafa takmarkaðan tíma og lenda í einhverjum uppákomum. :o/

Ég gat nú ekki annað en brosað yfir því hvernig þú upplifir umferðarmenninguna í Caracas. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég gleymi aldrei umferðarmenningunni á Filippseyjum. Eitt sinn vorum við í leigubíl á bílastæði í Bacolod og vorum að reyna að komast inn á breiðstræti þar sem umferðin var með því mesta sem ég hef séð. Enginn var á því að gefa okkur sjens og ég sá fram á það að við þyrftum að eyða deginum á þessu bílastæði. Að lokum missti leigubílsstjórinn þolinmæðina, lagðist á flautuna og keyrði bara út á götuna. Maður hélt niðri í sér andanum og heyrði í einhverjum bílum negla niður. Það lítur út fyrir að meginumferðarreglan í þessum suðrænu löndum sé sú að nota flautuna til að láta vita af sér! :o)

Jæja, vona að þú hafir það sem allra best. Fæ vonandi fréttir frá þér fljótlega.

Kveðja, Þorvarður.

 

Skrifa ummæli

<< Home